TEIKNA - Teiknistofa arkitekta leita að arkitekt og/eða byggingafræðing til að ganga til liðs við stofuna
TEIKNA - Teiknistofa arkitekta leita að arkitekt og/eða byggingafræðing til að ganga til liðs við stofuna í fullt starf eða hlutastarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefni framundan eru margvísleg og spennandi á borð við íbúðarhús, atvinnuhús, endurhönnun eldri bygginga, innanhúshönnun og verkefni tengd ferðaþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla: Starfsreynsla á arkitektastofu. Kunnátta á Revit er nauðsynleg.
Teikna - Teiknistofa Arkitekta er metnaðarfull arkitektastofa sem vinnur að fjölþætttum verkefnum á öllum sviðum skipulags- og byggingarmála. Á stofunni starfa 10 manneskjur, arkitektar og byggingarfræðingar. Stofan hét áður Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjóns og félagar en með nýjum eigendum var nafninu breytt. Stofan flutti í janúar 2023 í nýuppgert húsnæði við Suðurlandsbraut 20.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfang: johann@teikna.is Fyrir 1.Febrúar Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.