Tónlist og hönnun á Airwaves 2022
Á morgun, 3. nóvember, hefst tónlistarhátíðin Airwaves í Reykjavík þar sem fagrir tónar munu óma um höfuðborgarsvæðið. Samspil tónlistar og hönnunar gætir víða í dagskránni í ár og hér er smá samantekt yfir viðburði á Airwaves með hönnunarívafi.
Airwaves Off Venue í Yeoman
Yeoman tekur þátt í OFF Venue dagskrá Iceland Airwaves í ár þar sem hægt verður að hlýða frábæra tónlistarmenn úr íslensku tónlistarsenunni. Einnig mun nýja línan frá Hildi Yeoman vera komin í verslunina.
Dagskrá
- Miðvikudagurinn 2. nóvember
Ný lína frá Hildi Yeoman - Fimmtudagur 3. nóvember:
JFRD klukkan 17.00 - Föstudagur 4.nóvember:
CYBER klukkan 18.30 - Laugardagur 5.nóvember:
DJ Dóra Júlía spilar milli klukkan 14-16
Off-Venue Iceland Airwaves: Laufey og Kaktus á Hafnartorgi
Í samstarfi við hæfileikaríka tónlistarfólkið Laufeyju og Kaktus ætlar 66°Norður að bjóða á off-venue tónleika í verslun sinni á Hafnartorgi, þar sem íslensk tónlist verður í forgrunni.
Tónleikarnir eru í kvöld, 2. nóvember kl. 19.30, og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Airwaves Bingó í Kiosk með Mr. Sillu
Kiosk fagnar Airwaves hátíðinni fimmtudaginn 3. nóvember milli kl. 17-19.
Mr. Silla þeytir skífum, léttar veigar og blöðrubingó, vinningar í öllum blöðrum.
Ilmupplifun Fischersund á viðburði Inni
Útgáfan Inni fagnar þriggja ára afmæli sínu á Airwaves fimmtudaginn 2. nóvember í Iðnó með kvöldstund stútfullri af tónlist og upplifunum, þar sem meðal annars verðu ilmupplifun frá Fischersund. Meðal þess sem er að finna á dagskránni Fischersund 'Scent Experience', Kliður, neonme , Kónguló , Rose Riebl , Kaktus Einarsson , JFDR, Sóley, Atli Örvarsson , Sin Fang. Francesco Fabris, Kjartan Holm og Music from The Intelligent Instruments Lab.