Umbreytingar
—
Módernískar byggingar í Reykjavík
Byggingar frá sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar eru eitt af einkennum Reykjavíkur enda var mikil uppbygging á því tímabili. Nú, um 40 til 50 árum síðar, hafa margar af þeim gengið í gegnum miklar viðgerðir og breytingar. Garðar Snæbjörnsson arkitekt hjá Kurt og Pí arkitektum sýndi á HönnunarMars 2018 teikningar af nokkrum völdum módernískum byggingum í Reykjavík sem sýna þróun þeirra til dagsins í dag. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær.