Vefur Hönnunarsjóðs aðgengilegur á ensku - opið fyrir umsóknir 2022
Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrri úthlutun ársins 2022 í Hönnunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2022 en úthlutun fer fram 10 mars. Nú er heimasíða og umsóknarkerfi Hönnunarsjóðs aðgengilegt á ensku.
Um er að ræða úthlutun almennra- og ferðastyrkja en árið 2022 verða tvær úthlutanir úr sjóðnum árið 2022. Seinni úthlutun opnar 1. apríl og lokar 22. september, úthlutun 20. október.
Nú er heimasíða Hönnunarsjóðs og umsóknarferlið einnig aðgengileg á ensku .
Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Sjóðurinn veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk hans er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs og stuðla að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.