Vilt þú hanna nýtt kennileiti í Urriðaholti? Oddfellowreglan efnir til samkeppni um nýtt Regluheimili
Þróunarsjóður Oddfellowreglunnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um nýtt 3000 m2 regluheimili í Urriðaholti, Garðabæ. Regluheimilið verður staðsett á svokallaðri ,,kennileitislóð“ á holtinu þar sem sem fyrirhuguð bygging verður sýnilega víða að. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem hafa leyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd.
Samkeppnin er framkvæmdasamkeppni að undangengnu forvali og eru allir áhugasamir hvattir til að senda inn umsókn. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir og velur þrjú til fimm teymi til þátttöku í samkeppninni.
Áhersla er lögð á raunhæfa og spennandi tillögu sem sómir sér vel í umhverfinu og er ætlað að verða ákveðið kennileiti á háholtinu. Gerð er krafa um að umhverfissjónarmið, sjálfbærni og að vistvæn hönnun verði höfð að leiðarljósi við hönnun og efnisval.
Umsóknarfrestur í forval rennur út 10. mars kl. 16.00 og þann 17. mars verður tilkynnt hvaða teymi munu taka þátt í samkeppninni. Úrslit samkeppninnar verða ljós þann 19. maí á þessu ári.
FORVALSNEFND
Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt EPF - FAÍ
Tilnefnd af Þróunarsjóði Oddfellowreglunnar
- Auðunn Kjartansson, húsasmíða og múrarameistari
- Hafdís Stefánsdóttir, verslunarmaður
DÓMNEFND
Dómnefnd verður skipuð fimm fulltrúum sem eru:
Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Falk Krüger, arkitekt FAÍ
- Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ
Tilnefnd af Þróunarsjóði Oddfellowreglunnar:
- Aldís Gunnarsdóttir, ferðaráðgjafi
- Björn Guðbrandsson, arkitekt FAÍ
- Emil Birgir Hallgrímsson, byggingartæknifræðingur
Eftirtaldir sérfræðingar eru dómnefnd til ráðgjafar:
- Björn Gústafsson byggingarverkfræðingur
- Þráinn Hauksson landslagsarkitekt