Vilt þú taka þátt í HönnunarMars með AÍ?
Hefur þú áhuga á að taka þátt í að móta viðburð AÍ á HönnunarMars 2022? HönnunarMars, sem er stærsta kynningarafl hönnunar og arkitektúrs, innanlands sem erlendis, er sjónum er beint að hönnun og því nýjasta sem er að gerast hverju sinni. HönnunarMars fer fram dagana 4.– 8. maí 2022, í fjórtánda skipti.
Síðastliðin ár hefur AÍ tekið þátt í HönnunarMars með ólíka viðburði. Síðastliðin tvö ár höfum við verið í samstarfi við önnur fagfélög og félagasamtök en árið 2020 settum við upp sýninguna Og hvað svo? Hið manngerða umhverfi og hamfarahlýnun með FÍLA og Grænni byggð og í ár, 2021, héldum við málstofuna Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði með FHI og FÍLA. Báðir þessir viðburðir voru vel sóttir, málstofan var t.a.m. streymt á Vísi.is og var áhorf mikið.
Í ár leitum við að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum til að taka þátt og móta þessa vinnu með dagskrárnefnd AÍ en í henni sitja arkitektarnir Hildur Ýr Ottósdóttir, Hlynur Axelsson og Sigursteinn Sigurðsson. Vinna við HönnunarMars er gerð í sjálfboðavinnu en í staðinn fær maður nýja þekkingu og sýn og stækkun á tengslaneti.
Allir þeir sem áhuga sendið póst á Gerði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra AÍ, á netfangið gerdur@ai.is.