Vinnustofa fyrir áhugasama um hönnun og efnivið; marmara
Vinnustofa fyrir áhugasama um hönnun og efnivið; marmara í Carrara á Ítalíu 25. júní til 1. júlí. Námskeiðið fer fram í Toscanahéraði og hver og einn þáttakandi mun vinna að sinni hugmynd og útfærslu og njóta handleiðslu fagfólks. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigríður Heimisdóttir, hönnuður.
Marmari er einstakt efni sem margir vita lítið um en þekkja þó til enda víða notaður. Elstu marmaranámur eru á Ítalíu, nánar tiltekið í Carrara, en þar hefur marmari verið unnin frá 200 árum fyrir Krist eða síðustu 2200 árin. Námurnar þar eru einstakar enda Carrara marmarinn ólíkur öllum öðrum tegundum marmara.
Marmari finnst nefnilega víða um heim en, hver og einn staður hefur sín séreinkenni. Marmarinn frá Carrara hefur þá eiginleika að samanstanda af örsmáum einingum líkt og fínustu sandkorn, en aðrar tegundir marmara eru mun grófari. Þess vegna hefur Carrara marmari verið í uppáhaldi hjá myndhöggvurum í gegnum aldirnar og margir heimsfrægir listamenn líkt og Michelangelo og Bertil Thorvaldsen komu sérstaklega til Carrara og dvöldu þar árum saman til að vinna með efni þaðan.
Í dag er marmari vinsæll sem efniviður hjá hönnuðum og arkitektum. Mikið notaður í borðplötur og klæðningar en hafa ber í huga að þetta efni endurnýjar sig ekki svo vel ber að gæta og aðgát skal höfð í notkun þess.
„Í sumar ætlum við að bjóða upp á vinnustofu í Carrara á Ítalíu. Við ætlum að bjóða áhugasömum að koma með okkur til Toscana héraðs þar sem við búum á ættaróðali sem búið er að breyta í gistihús, í óspilltri náttúrunni þar sem við munum vinna með þetta einstaka efni. Við munum heimsækja marmara námurnar og kynnast lókal handverksfólki sem þekkir efnið í þaula. Hver og einn þáttakandi mun vinna að sinni hugmynd og útfærslu og njóta handleiðslu fagfólks. Í lok vinnustofu fer hver og einn þáttakandi heim með sína prótótýpu.“
Hugmyndavinnan fer fram í norður Toscana, nánar tiltekið í Potremoli, en í upphafi vinnustofunnar er farið til Carrara í heimsókn í námurnar, vinnustofur ólíks handverksfólks og sýningarsali. Carrara er í uþb 50 minútna fjarlægð frá Pontremoli. Um miðbik vinnustofunnar er gert ráð fyrir einum degi til þess að slaka á og hvílast eða fyrir þá sem vilja uppgötva nánasta umhverfi þá eru í boði ferðir á náttúruperlur sem eru nálægt líkt og t.d. Cinque Terre. Boðið er upp á sérferðir þangað þann dag ef fólk hefur áhuga á því.
Í Potremoli búa þáttaendur saman í íbúðum en ef óskað er eftir þá er hægt að finna einstaklings gistingu. Matur og drykkur er innifalin þá daga sem unnið er, að undanskildum kvöldverði – sem eru þó skipulagðir en valfrjálsir þáttakendum og á þeirra kostnað.
Í hnotskurn:
Hvað:
• Vinnustofa fyrir forvitið fólk sem hefur brennandi áhuga á efnivið og í þessu tilfelli; marmara.
• Fólk sem hefur áhuga á að skapa nýja hluti og er með ferskar hugmyndir.
• Fólk sem vinnur við hönnun og vill bæta við sig þekkingu og tækni.
• Fólk sem langar að dýpka sig í efnivið, útfærslu og framleiðslu.
Teymið / skipulag:
- Sigga Heimis;
Iðnhönnuður með áratugareynslu af vöruhönnun fyrir fyrirtæki líkt og IKEA, Fritz Hansen o.fl. - Anna Fabrizi;
Iðnhönnuður frá Carrara og þekkir allar hliðar marmara eins og lófann á sér. Borin og barnfædd í Carrara og þaulvanur leiðsögumaður. - Emanuele del Signore;
Eigandi og stjórnandi Villa la Cartiera þar sem vinnustofan fer fram. https://villalacartiera.com/
Hvenær:
Vikunámskeið síðustu vikuna í júní 2023.
Námskeiðið hefst 25. júní (sunnudagur) og lýkur 1. júlí 2023 (laugardagur).
Þáttakendur eru velkomnir frá hádegi á sunnudeginum og um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður (innifalinn í námskeiðinu) þar sem allir ná að spjalla og kynnast. Næstu dagar eru fylltir af viðburðum, skipulagi og vinnustundum og lokahóf er á föstudagskvöldinu þar sem allir þáttakendur kynna sín verk.
Á laugardeginum er sameiginlegur hádegisverður og eftir það þá halda þáttakendur sína leið og námskeiðinu er formlega lokið.
Hámark þáttakenda eru 20.
Innifalið:
• Námskeiðið: kennsla, leiðsögn, eftirfylgni og fararstjórn.
• Heimsókn í námurnar, ferðir til og frá Carrara.
• Gisting í uppábúnum rúmum (gert ráð fyrir að fólk deili íbúðum þar sem snyrting er sameiginleg – ef óskað er eftir privat gistirými með sér baðherbergi þá kemur auka
lágmarks gjald fyrir það)
• Morgunmatur og hádegisverður mánudag-föstudag.
• Kvöldverður á byrjunardegi; sunnudegi, og kvöldverður síðasta kvöldið föstudag. • Prótótýpa af eigin hönnun; með vissum skilyrðum þó varðandi stærð, gerð o.fl.
Ekki innifalið:
Ferðir til Pontremoli og til baka frá t.d Milano, Bologna eða álíka. (þó er hægt að skipuleggja rútuferðir þangað ef óskað er eftir því á mjög sanngjörnu verði) Kvöldverðir mán-fimmtudags.
Kostnaður:
Verð: Umsóknarfrestur: Skráning:
1500 Euro.
1. Maí 2023 (eftir það gæti verðið hækkað) vinsamlegast sendið póst á info@siggaheimis.com