Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Innivist í byggingum

Dr. Ásta Logadóttir og Arnheiður Bjarnadóttir munu kynna innivist í byggingum, hvað það þýðir og hvaða áhrif innivist hefur á notendur bygginganna. Einnig munu þær ræða hvernig hentugast er að vinna með innivist til að vel takist til í byggingunum.
Að fyrirlestri loknum verða umræður.
Ásta og Arnheiður starfa báðar við ráðgjöf hjá Lotu, verkfræði- og ráðgjafafyrirtæki. Lota býður meðal annars upp á sérhæfða ráðgjöf í lýsingarhönnun, innivist, brunahönnun og öryggishönnun.
Hvenær: Þriðjudaginn 25. mars kl. 20.00
Hvar: Fenjamýri í Grósku, Bjargargötu 2 - gengið inn um dyr beint á móti veitingastaðnum Eiríksdottir á jarðhæð.