11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2024
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 49 umsóknir og sótt um 384 mánuði. Anita Hirlekar, Anna María Bogadóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2024.
Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 1600 mánaðarlaun úr sex launasjóðum: hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda og tónskálda. Fjöldi umsækjenda var 1.032, þar af 924 einstaklingar og 108 sviðslistahópar. Sótt var um í heild 9.336 mánuði, þar af 1.357 mánuðir innan sviðslistahópa.
Úthlutun fær 241 listamaður en mánaðarleg upphæð starfslauna listamannalauna árið 2024 verður tilkynnt eftir að fjárlög ársins hafa verið samþykkt á Alþingi. Um verktakagreiðslur er að ræða.
Hér má sjá lista yfir þá hönnuði sem hljóta listamannalaun 2024:
9 mánuðir
Aníta Hirlekar
6 mánuðir
Anna María Bogadóttir
Eygló Margrét Lárusdóttir
Sólveig Dóra Hansdóttir
4 mánuðir
Brynjar Sigurðarson
Ýr Jóhannsdóttir
3 mánuðir
Hlín Reykdal
Íris Indriðadóttir
Jón Helgi Hólmgeirsson
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Signý Jónsdóttir