Afgangs auðlind verður að veröld vellíðanar
Töfrar Bláa Lónsins eru sprottnir upp úr náttúrulegri hringrás sjávar og jarðhita. Kraftar hennar skapa einstakt umhverfi þar sem náttúra, hönnun og sjálfbærni sameinast með heillandi hætti. Sýning Bláa Lónsins opnar á Hafnartorgi, Kolagötu þann 3. maí kl. 18:00.
Á sýningunni segir Bláa Lónið frá því hvernig hönnun nýtist til að þróa og skapa vörur og upplifanir sem móta einstaka veröld lónsins.
Þá veröld geta gestir einnig upplifað á eigin skinni í Mist, innsetningu listakonunnarÞórdísar Erlu Zoega.