And Anti Matter tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week

And Anti Matter (&AM) tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week dagana 7.-8. september. &AM mun vera með flíkur úr línunni ANTI WORK sem kom út í febrúar á þessu ári.
Línan samanstendur af bláum vinnuföturm með handprentuðum hvítum teikningum. Flíkurnar eru endurnýttur vinnufatnaður sem svo er handprentaður með sívaxandi safni teikninga á vinnustofu &AM. Öll prent eru sér unnin fyirr hverja flík, og eru þær því einstakar.
„Okkur langaði að gera eitthvað í höndunum án þess að ofhugsa það, þar sem við gætum unnið saman án nokkurar pressu og framleitt fegurð. Niðurstaðan er ANTI WORK - vinnuföt til að vinna minna í." And Anti Matter.
And Anti Matter er skapandi vinnustofa stofnuð árið 2016 af elskendunum Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Baldri Björnssyni. Í And Anti Matter sameina þau huga sína og hendur til að skapa nytsamleg undarlegheit og furðuleg notagildi fyrir byggingar og manneskjur.





