Arkitekt eða byggingafræðingur óskast
Nordic Office of Architecture á Íslandi leitar að arkitekt eða byggingafræðingi með a.m.k. 5 ára starfsreynslu.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og fylgt verkefnum eftir alla leið til enda.
Í boði er starf á skemmtilegum og lifandi vinnustað þar sem unnið er af metnaði við fjölbreytt verkefni.
Nordic Office of Architecture er ein fremsta arkitektastofa norðurlandanna með skrifstofur á Íslandi, í Noregi og í Danmörku. Á Íslandi starfa 55 manns.
Umsóknir sendist á careersiceland@nordicarch.com fyrir 25. nóvember.