Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025
![Mynd af Arnhildi Pálmadóttur](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/Z5ydj5bqstJ9-FAj_ArnhildurPalmavidurkenningFKA.jpg?auto=format,compress&rect=0,0,1313,1969&w=1620&h=2429)
Árlega heiðrar Félag kvenna í atvinnulífinu konur og veitir FKA Viðurkenningu, Hvatningarviðurkenningu FKA og Þakkarviðurkenningu FKA. Viðurkenningarhátíðin var haldin á Hótel Reykjavík Grand og var streymt í beinni á mbl.is.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra flutti erindi, Rakel Garðarsdóttir framleiðandi hjá Vesturporti einnig en kynnir var framkvæmdastjóri FKA, Andrea Róbertsdóttir.
Arnhildur Pálmadóttir hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2025 sem veitt er fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. Arnhildur er arkitekt, eigandi sap arkitekta og Lendager Ísland, hún hefur einnig starfað með Framþróunarnefnd Arkitektafélags Íslands undanfarin ár.
Nánari lýsing á tildrögum viðurkenningarinnar og umsagnir dómnefndar má lesa á vef FKA.
Arkitektafélag Íslands óskar Arnhildi innilega til hamingju!