Aðalfundur félagsins, ársskýrsla og ársreikningur
Aðalfundur Arkitektafélags Íslands var haldinn þriðjudaginn 28. febrúar. Góð mæting var á fundinn og góðar umræður. Fundargerðin sjálf verður aðgengileg félagsmönnum seinna í mánuðinum en á fundum voru allar lagabreytingar samþykktar. Félagsmenn verða upplýstir um hvaða áhrif þær munu hafa og næstu skref innan tíðar.
Hér má nálgast ársskýrslu félagsins, ársreikning sem og upplýsingar um hvaða lagabreytingar voru kynntar á fundinum.