Lagabreytingar Arkitektafélags Íslands 2023
Eftirfarandi lagabreytingar verða kynntar á Aðalfundi Arkitektafélags Íslands 28. febrúar næstkomandi. Alls eru breytingar á þremur greinum félagsins, 2. gr., 3. gr. og 15. gr. Lagabreytingar taka gildi ef 2/3 fundarmanna samþykkja breytingarnar.
***
2. gr.
Er:
Tilgangur félagsins er að stuðla að góðri byggingarlist, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Félagið gerir kjarasamninga fyrir félagsmenn sína sem tilheyra kjaradeild og kemur fram fyrir hönd þeirra gagnvart öðrum að því er varðar hagsmuni félagsmanna.
Verður:
2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að góðum arkitektúr, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra.
***
3. gr.
Er:
Fullgildir félagsmenn, íslenskir eða erlendir, geta þeir orðið sem hafa lokapróf í byggingarlist frá háskóla eða tækniháskóla, sem félagið viðurkennir. Aukaaðild að félaginu geta þeir fengið sem eru í námi í byggingarlist, o.fl. samkvæmt eftirfarandi inngönguskilyrðum. Aðild að A.Í. getur verið með etirfarandi hætti:
- Aðild að kjaradeild: Fag- og stéttarfélagsaðild þeirra arkitekta sem greiða stéttarfélagsgjöld til A.Í. Aðildin veitir réttindi til þátttöku í fag- og stéttarfélagsmálum.
- Aðild að fagdeild: Fagfélagagsaðild þeirra arkitekta sem greiða fagfélagsgjald til A.Í. Aðildin veitir réttindi til þátttöku í öllum málum félagsins öðrum en stéttarfélagsmálum.
- Aukaaðild að kjaradeild: Veitir réttindi til þátttöku í stéttarfélagsmálum.
3.1. Nemendur í arkitektúr sem hafa lokið BA námi. - Aukaaðild að fagdeild:
4.1. Nemendur í arkitektúr
Sá sem ganga vill í félagið, sendir skriflega beiðni um það til stjórnar félagsins þar sem skýrt kemur fram hvort sótt er um aðild að kjaradeild, fagdeild, aukaaðild að kjaradeild eða aukaaðild að fagdeild. Sá sem ganga vill í félagið með aukaaðild að kjaradeild, skal leggja fram fullgild skjöl fyrir fenginni BA gráðu í arkitektúr með umsókn til stjórnar. Leyfi ráðherra til starfsheitis, arkitekt (húsameistari), sbr. 3. gr. laga um rétt til starfsheitis nr. 62/1986. 1) skal fylgja inntökubeiðni. Inntökubeiðni skal borin upp til samþykktar á næsta stjórnarfundi. Nái inntökubeiðnin samþykki, er umsækjandi upp frá því fullgildur félagsmaður.
Verður:
Fullgildir félagsmenn, íslenskir eða erlendir, geta þeir orðið sem hafa lokapróf í arkitektúr frá háskóla eða tækniháskóla, sem félagið viðurkennir. Aukaaðild að félaginu geta þeir fengið sem eru í námi í arkitektúr samkvæmt eftirfarandi inngönguskilyrðum. Aðild að A.Í. getur verið með eftirfarandi hætti:
- Aðild að Arkitektafélagi Íslands: Félagagsaðild þeirra arkitekta sem greiða fagfélagsgjald til A.Í. Aðildin veitir réttindi til þátttöku í öllum málum félagsins.
- Aukaaðild að Arkitektafélagi Íslands: Nemendur í arkitektúr (BA/BS/MA)
Sá sem ganga vill í félagið sækir um inngöngu á vef félagsins, www.ai.is.
Ef sótt er um aðild að félaginu skal leyfi ráðherra til starfsheitis arkitekt (húsameistari), (sbr. 3. gr. laga um rétt til starfsheitis nr. 62/1986) fylgja inntökubeiðni. Menntanefnd Arkitektafélags Íslands fer yfir allar inngötubeiðnir. Þeir aðilar sem fá leyfi ráðherra til starfsheitis arkitekt fá inngöngu í félagið samþykkta. Ef sótt er um aukaaðild að félaginu skal fylgja umsókninni skjal sem sannar skólavist í arkitektúr, BA/BS/MA.
***
15. gr.
Er:
Fastanefndir félagsins eru: laganefnd, menntamálanefnd, kjaranefnd, samkeppnisnefnd, dagskrárnefnd, siðanefnd og orða- og ritnefnd. Kjaranefnd, sem ein af fastanefndum kemur fram fyrir hönd félagsins við gerð kjarasamninga. Nefndirnar skulu starfa samkvæmt starfsreglum sem stjórn AÍ ákveður í samráði við viðkomandi nefnd. Starfsreglur skulu staðfestar á aðalfundi félagsins.
Hætti nefndarmaður störfum á kjörtímabili er stjórn heimilt að tilnefna mann í hans stað að höfðu samráði við sitjandi nefndarmenn. Formaður fastanefndar skal vera úr hópi kjörinna nefndarmanna. Stjórn er jafnframt heimilt að skipa tímabundið starfshópa til að starfa að afmörkuðum tilfallandi málefnum í samvinnu við stjórn.
Innan vébanda félagsins starfar auk þess Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar eftir eigin skipulagsskrá.
Formenn fastanefnda fá félagsgjöld sín niðurfelld. Ef þeir eru í félaginu í gegnum BHM fá þeir eingreiðslu sem nemur ársgjöldum til fagfélagsins. Formenn fastanefnda bera ábyrgð á sinni nefnd og marka stefnu sem þeir kynna fyrir stjórn ekki seinna en mánuði eftir aðalfund.
Verður:
Fastanefndir félagsins eru: laganefnd, menntamálanefnd, samkeppnisnefnd, dagskrárnefnd, siðanefnd, orða- og ritnefnd og framþróunarnefnd. Nefndirnar skulu starfa samkvæmt starfsreglum sem stjórn AÍ ákveður í samráði við viðkomandi nefnd. Starfsreglur skulu staðfestar á aðalfundi félagsins.
Hætti nefndarmaður störfum á kjörtímabili er stjórn heimilt að tilnefna mann í hans stað að höfðu samráði við sitjandi nefndarmenn. Formaður fastanefndar skal vera úr hópi kjörinna nefndarmanna. Stjórn er jafnframt heimilt að skipa tímabundið starfshópa til að starfa að afmörkuðum tilfallandi málefnum í samvinnu við stjórn.
Innan vébanda félagsins starfar auk þess Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar eftir eigin skipulagsskrá.
Formenn fastanefnda bera ábyrgð á sinni nefnd og marka stefnu sem þeir kynna fyrir stjórn ekki seinna en mánuði eftir aðalfund.