Bækur og arkitektúr - Bóka- og aðventugleði 8. desember í Grósku
Fimmtudaginn 8. desember stendur Arkitektafélag Íslands fyrir aðventugleði í formi jólabókakynningar um arkitektúr og arkitekta.
Eftirfarandi höfundar mæta og kynna bækur sínar sem verða seldar þessa kvöldstund á forlagsverði og sumar með enn meiri afslætti.
Anna María Bogadóttir - Jarðsetning,
Pétur Ármannsson- Halldór H. Jónsson arkitekt,
Ólafur Jóhann Engilbjartsson og Úlfur Kolka - Þórir Baldvinsson, arkitekt
Björn G. Björnsson - Húsameistari í hálfa öld - Einar Erlendsson og verk hans
Boðið verður upp á almenna gleði og glimrandi góðar áfengar og óáfengar veitingar!
Hlökkum til að sjá ykkur!