Rafræn byggingarleyfisumsókn-Kynningarfundur
Í byrjun desember 2022 verða umsóknir um byggingarleyfi rafrænar hjá Reykjavíkurborg. Í tilefni þess mun byggingarfulltrúi ásamt Umhverfis- og skipulagssviði boða til kynningarfundar á rafrænum byggingarleyfisumsóknum í Norðursal Hins hússins, Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík, föstudaginn 9. desember kl. 12.00.
Við þessi umskipti verða talsverðar breytingar á skilum gagna og meðhöndlun umsókna hjá Byggingarfulltrúa. Nú verður öllum umsóknum um byggingarleyfi skilað í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar og svarbréf verða rafræn.
Farið verður yfir nýtt umsóknarferli, skil á rafrænum gögnum og afgreiðsluferil byggingarfulltrúa. Umræður í lok fundar.
Hvenær: Föstudaginn 9. desember kl. 12.00
Hvar: Norðursal Hins hússins, Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík
Boðið verður upp á hádegissnarl á meðan birgðir endast.