DesignTalks 2022 - Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram
Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem í ár varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
„Gagnagnótt tilheyrir ekki fjarlægri dystópískri framtíð; þetta er verslunarvara, táknrænn og órjúfanlegur þáttur okkar tíma – eins og dollarar, steypa, bílar og Helvetica.“
Lupi er talsmaður þess að gera gögn, eða gagnagnótt (e.big data) aðgengileg með sjónrænni framsetningu og tvinnar í því skyni saman gögn og frásagnalist á nýstárlegan máta m.a. til að skapa einstaka vörumerkjavitund. Hún hannar einnig grípandi gagnastýrðar sjónrænar sögur, þvert á prent-, stafræna- og umhverfismiðla sem skapa skilning og virðingu fyrir fólki, hugmyndum og stofnunum.
Lupi er með meistaragráðu í arkitektúr og doktorsgráðu í hönnun frá Politecnico di Milano. Hún er meðhöfundur Dear Data og nýju gagnvirku bókarinnar Observe, Collect, Draw - A Visual Journal. Fyrirlestur hennar á TED Talk um mannúðlega nálgun á gögnum hefur verið yfir milljón áhorf og árið 2018 var hún útnefnd ein af 100 mest skapandi fólki í viðskiptum hjá „Fast Company“. Sama ár gekk hún einnig til liðs við MIT Media Lab sem forstöðumaður. Hún er einnig meðlimur í World Economic Forum's Global Future Council on New Metrics og varð nýlega félagi í Royal Society of Art. Verk hennar eru hluti af varanlegu safni Museum of Modern Art.
DesignTalks 2022 snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu og stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen, sem tengir samtalið alþjóðlegu samhengi og dregur fram mikilvægi þess fyrir breiðari hóp.
Dagskrá dagsins verður ferðalag um fornar aðferðir, seiglu, handverk og frumbyggja visku, um tilraunir til endurhugsunar núverandi kerfa, viðbragð við krísuástandi, hönnun upplýsinga, tækni og gagnalæsi yfir í útvíkkaða raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.
„Þetta verður hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar.”
- Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks.
Fylgstu með er við tilkynnum hverjir fleiri koma fram á DesignTalks 2022.