DesignTalks 2022 - Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður
Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður, kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
„Með vaxandi ójöfnuði, áframhaldandi trausti á markaðslausnir til að takast á við loftslagsvandann og sameiningu jarðnæðis á fárra hendur, hvernig getum við forðast að magna upp og endurtaka staðbundinn ójöfnuð?''
Stefán Laxness er arkitekt, fræði- og listamaður, sem starfaði um hríð hjá Forensic Architecture (FA), við Goldsmiths háskólann, þar sem mannréttindabrot eru rannsökuð með verkfærum arktitektúrs og gervigreindar. Verk hans fjalla um pólitíska og menningarlega vídd umhverfisendurreisnar sem landsvæðisverkefnis í Evrópu, en Stefán tók m.a. þátt í 2020 European Media Art Platform (EMAP), sem hefur verið sýnt á alþjóðavettvangi. Hann kennir hjá Architectural Association í London, þar sem hann stofnaði Pantopia.xyz, fræðsluvettvang á netinu en í kennslu sinni kannar hann afleiðingar - og tækifæri sem loftslagskreppan hefur í för með sér varðandi það hvernig við búum og tökum þátt í hinu byggðu umhverfi. Sem verkefnisstjóri hjá FA, stýrði hann fjölmörgum verkefnum, þar á meðal Ayotzinapa-málinu, þróaði aðferðafræði til að greina loftárásir í Miðausturlöndum og til að líkja eftir mannréttindabrotum byggðan á framburði vitna.
DesignTalks 2022 snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen, sem tengir samtalið alþjóðlegu samhengi og dregur fram mikilvægi þess fyrir breiðari hóp.
Dagskrá dagsins verður ferðalag um fornar aðferðir, seiglu, handverk og frumbyggja visku, um tilraunir til endurhugsunar núverandi kerfa, viðbragð við krísuástandi, hönnun upplýsinga, tækni og gagnalæsi yfir í útvíkkaða raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.
„Þetta verður hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar.”
- Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks.
Fylgstu með er við tilkynnum hverjir fleiri koma fram á DesignTalks 2022.