Dómnefndarfulltrúar FÍT í Art Directors Club Europe (ADC*E) verðlaununum

2. nóvember 2020

Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 30. sinn í Barcelona um miðjan desember en hátíðin fer að öllu leiti rafrænt í ár. Atli Þór Árnason, Dóri Andrésson og Erla María Árnadóttir eru dómnefndarfulltrúar FÍT í ár en þau eru samanlagt með margra áratuga reynslu af faginu.

Félag íslenskra teiknara er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni, auk þess að standa fyrir FÍT keppninni  ár hvert.

Verðlaunin endurspegla allt það besta í grafískri hönnun á hverjum tíma en verðlaunaverk hvers lands eru send í keppnina sem eru svo dæmd af 60 fagaðilum alls staðar að úr Evrópu en eitt af verðlaunuðum verkum á hátíðinni 2019 var verkefnið Útmeða eftir Viktor Weisshappel sem var unnið fyrir Rauða kross Íslands og Geðhjálp. Viktor var valinn bjartasta von Evrópu (e. Young Creative European of the year) sem er gífurlegur heiður fyrir ungan og upprennandi hönnuð.

Úrslit vera kunngjörð 17. desember. 

Dagsetning
2. nóvember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun
  • Samkeppni