Fimm teymi taka þátt í samkeppni um nýtt regluheimili Oddfellowreglunnar í Urriðaholti
Tuttugasta og annan febrúar síðastliðinn auglýsti Þróunarsjóður Oddfellowreglunnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands eftir umóknum í forval til þess að hanna nýtt regluheimili fyrir regluna. Alls bárust þrettán umsóknir inn í forvalið og var það niðurstaða forvalsnefndar eftir yfirferð á öllum gögnum að bjóða fimm teymum í samkeppnina.
Teymin sem taka þátt í samkeppni um hönnun nýs regluheimilis í Urriðaholti.
- VA arkitektar
- PK arkitektar
- Hjark/Tröð/SAS
- STUDIO GRANDA
- KRADS/Trípólí
Fyrirspurnir frá keppendum
Fyrirspurnir með svörum dómnefndar munu birtast um leið og þær berast trúnaðarmanni. Allar fyrirspurnir þurfa að berast til og með 17. apríl. Dómnefnd hefur til og með 21. apríl til að svara fyrirspurnum keppenda.
Spurning 1:
„Kjallari hússins verður að hluta til bílakjallari sem tengist bílakjallarar á lóð Vinastrætis 22-28 (eldri lóð Þróunarsjóðs) og liggur þar með undir Vinastræti.“
Á kortavef Garðabæjar má sjá lagnir Orkuveitunnar, vatnsveitu og HS Veitur auk götulýsingar, deiliskipulag setur kvöð um umferð og lagnir. Hvaða áhrif hafa þessar lagnir á framkvæmdir við bílakjallara sem mun vera undir lögnunum?
Svar:
Lagnir innan byggingarreits bílakjallara: Þessar lagnir verða færðar og koma ekki til með að hafa áhrif á hönnun bílakjallara.
---
Spurning 2:
„Kostnaðaraðgát: Viðhöfð verði kostnaðaraðgát við gerð tillögunnar, jafnt í rýmisnýtingu, efnisvali, byggingaraðferðum og rekstri byggingarinnar.“
Hver er áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar?
Svar:
Heildaráætlun fyrir bygginguna á þessum stað hefur ekki verið uppfærð. Fyrirhugað er að kostnaðarmeta tillögurnar þegar þær liggja fyrir og þá verður heildaráætlun uppfærð.
---
Spurning 3:
„Ýmsir stórviðburðir eru einnig haldnir í húsinu, svo sem afmælisfundir Regludeilda, Stórstúkuþing ofl. þar sem fjöldi gesta getur verið allt að 250 manns. Reikna skal með að hægt verði að opna á milli tveggja sala. Það þýðir að lokun milli þessara sala sé gerð með felliveggjum sem uppfylla ströngustu kröfur um hljóðvist.“
Hvaða sali á að vera hægt að opna á milli? Veislusali eða fundarsali 1.1., 1.2., 1.3.? Ef það eru fundarsalir hvort er æskilegra að felliveggur sé á langhlið eða skammhlið?
Svar:
Opnun milli sala: Gert er ráð fyrir að hægt sé að opna á milli tveggja fundarsala, sjá á bls. 10, en það er á skammhlið salanna. Í kafla 4 á bls. 12 er fjallað um veislusali, „Gert er ráð fyrir þremur veislusölum af mismunandi stærð. Mögulegt skal vera að opna á milli sala með fellihurðum og mynda einn stóran sal.“
---
Spurning 4:
Misræmi er milli stærðar bílakjallar í exeltöflu og forsögn, hvor gildir?
Svar:
Stærð bílakjallara: Það er rétt að það er misræmi í stærð bílakjallara í Excel töflu og forsögn. Réttu stærðirnar eru í Excel skjalinu og miða við að nýta allan byggingarreitinn. Beðist er velvirðingar á þessu misræmi.
---
Spurning 5:
Í svari við spurningu nr. 3 kemur fram að hægt eigi að vera að samnýta tvo fundarsali og þá tengdir á skammhlið.
Í samkeppnislýsingu lið 2.4 kemur fram að æskilegt sé að fundarsalir séu í gullinsniði.
- Er leyfilegt að sameina salina á langhlið þannig að það geti myndast einn stór salur sem er áfram í gullinsniði?
- Er það ófrávíkjanleg krafa að salirnir sameinist á skammhlið og myndi einn ílangan sal frekar en á langhliðum?
Svar:
Ef opnun á milli sala á langhlið býður upp á betri heildarlausn og nýtingu á grunnfleti, þá er það ekki bannað.
---
Spurning 6:
„Fyrirhugað er að aðeins tveir salir af þremur verði teknir í notkun til að byrja með. Því er áætlað að rými sem ætlað er fyrir þriðja og stærsta salinn verði sett í útleigu, t.d.til 10 ára. Huga þarf að aðkomu að væntanlegu leigurými og hvernig það verður aðskilið frá starfsemi Reglunnar.“
Óljóst er hvort hér er átt við veislusali eða fundarsali (1.1, 1.2, 1.3).
Ef um fundarsal er að ræða gildir þá eftirfarandi „Sal nr. III ásamt tilheyrandi stoðrýmum má staðsetja á öðrum stað í húsinu.“?
Svar:
Hér er átt við fundarsal III.
Hann má staðsetja ásamt stoðrýmum á öðrum stað í húsinu, þ.e. að hann þarf ekki að vera í tengslum við hina tvo fundarsalina.
---
Spurning 7:
Er einhver skoðun á því hvort bílageymslan eigi að vera aðgangstýrð eða opin?
Svar:
Þetta hefur ekki verið rætt að fullu og því þurfa báðar möguleikar að vera opnir.
Það er þó líklegast að lendingin verði sú að aðgangur verði aðgangsstýrður.
---
FORVALSNEFND
Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt EPF - FAÍ
Tilnefnd af Þróunarsjóði Oddfellowreglunnar
- Auðunn Kjartansson, húsasmíða og múrarameistari
- Hafdís Stefánsdóttir, verslunarmaður
DÓMNEFND
Dómnefnd verður skipuð fimm fulltrúum sem eru:
Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
- Falk Krüger, arkitekt FAÍ
- Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ
Tilnefnd af Þróunarsjóði Oddfellowreglunnar:
- Aldís Gunnarsdóttir, ferðaráðgjafi
- Björn Guðbrandsson, arkitekt FAÍ
- Emil Birgir Hallgrímsson, byggingartæknifræðingur
Eftirtaldir sérfræðingar eru dómnefnd til ráðgjafar:
- Björn Gústafsson byggingarverkfræðingur
- Þráinn Hauksson landslagsarkitekt
Við þökkum öllum umsækjendum kærlega fyrir þátttökuna.