Fjölnota ljósatré og hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs
Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 14. mars þar sem 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki og 15 ferðastyrkir voru veittir. 37 milljónir voru til úthlutunar.
Alls bárust 101 umsóknir í almenna styrki um 250 milljónir og 49 umsóknir um ferðastyrki. Hönnunarsjóður stækkaði upp í 80 milljónir í byrjun árs og samhliða því var gerð sú breyting á úthlutunum að almennir styrkir urðu að hámarki 10 milljónir og ferðastyrkir hækkuðu upp í 150 þúsund krónur hver.
Að þessu sinni voru 37 milljónir til úthlutunar og 21 verkefni hlutu almenna styrki og 15 ferðastyrkir voru veittir. Hönnunarsjóður heyrir undir menningar-og viðskiptaráðuneytið.
Fjölnota ljósatré eftir Marimo Arkitekta, með fjölbreyttum ljósgjöfum sem hægt er að nota allan ársins hring og Inngilding heima, hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir, samantekt á rannsóknar- og hönnunarferli á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk eftir Birtu Fróðadóttir, Evu Huld Friðriksdóttur, Magneu Guðmundsdóttur hljóta hæstu styrkina í þessari úthlutun, fjórar milljónir hver.
„Hönnunarsjóði bárust fjölbreytilegar umsóknir af breiðu sviði hönnunar og arkitektúrs og við sjáum vaxandi áherslu á nýskapandi verkefni sem snúast um mikilvæg samfélagsverkefni, aukin gæði og þar með verðmætasköpun og nýjar lausnir sem snúast um sjálfbærni, hringrás og umhverfisbreytingar. Það er ánægjulegt og mikilvægt að stjórnvöld sjái þau tækifæri sem skapast á þessu sviði og hafi stækkað Hönnunarsjóð upp í 80 milljónir króna, sem mun skila sér vel til þeirra fjölmörgu og spennandi hönnunar og arkitektúrverkefna sem hljóta styrki að þessu sinni og til framtíðarverkefna.“
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, formaður stjórnar.
Stjórn sjóðsins í þessari úthlutun skipuðu Guðrún Inga Ingólfsdóttir, formanni stjórnar, Helgi Steinar Helgason, Friðrik Steinn Friðriksson, Gunnar Hilmarsson og Stefán Snær Grétarsson, en tveir síðarnefndu stigu inn sem varamenn sökum vanhæfis stjórnarmeðlima sem viku úr stjórn.
Hér má lesa nánar um verkefnin sem hlutu styrk
Markaðs- og kynningarstyrkir
Design in Nature á UIA 2023, Arkitektafélag Íslands hlýtur 1.000.000 kr
„Íslenska verkefnið Design in nature er framlag norrænu arkitektafélaganna á alþjóðlegu arkitektaráðstefnunni UIA2023 sem um 10.000 manns heimsækja. Á ráðstefnunni verður verkefnið kynnt í sérstöku sýningarrými þar sem bæði er opið fyrir sýningarhald, fyrirlestra, panelumræður og samtöl.“
Þróunar- og rannsóknarstyrkir
In clay Innriinnri, Raphaël Costes hlýtur 1.000.000 kr.
„Sveigjanlegt efni sem búið er til með því að sameina basalt og leir, brennt með aðferðum til að búa til eldfjallakeramík. Diskar og skálar sýna hráefnið og áletrun þess við öflun og framleiðslu sem umbreytir jörðinni undir fótum okkar.“
Þróun rafvefnaðs, Rebekka Ashley Egilsdóttir hlýtur 1.000.000 kr.
„Rannsókn á möguleikum endurvinnslu á rafmagnssnúrum til vefnaðar. Tæknin þróast hratt og um leið verða rafmagnssnúrur að rafrusli eftir stutta notkun. Unnið verður að því að endurvinna úreltar og ónýtar rafmagnssnúrur og þróa þær í rafvefnað til notkunar í nothæfar vefnaðarvörur.“
Hús, Guðni Valberg hlýtur 1.000.000 kr.
„Myndlýst bók um íbúðarhús á Íslandi frá landnámi til samtímans. Með fallegum teikningum og aðgengilegum texta er byggingarsaga þjóðarinnar sett fram á fallegan og skemmtilegan hátt. Markhópurinn er börn á aldrinum 10 til 100 ára.“
Frá einum stað til annars / From Place to Place, Adrianna Stanczak hlýtur 1.000.000 kr.
„Verkefnið kannar möguleika hönnunar úr steinleifum sem rennibekkurinn skilur eftir í vinnslu steina á staðnum, sem uppspretta litarefnis í keramik.“
Annarsflokks gæða æðadúnn, Signý Jónsdóttir og Íris Indriðadóttir hlýtur 1.500.000 kr.
„Annarsflokks gæða æðardúnn miðar að því að finna ónothæfum efnivið hlutverk. Æðardúnn sem ekki fær vottun er ekki nýttur þrátt fyrir dýrmæta eiginleika. Verkefnið varpar ljósi á hvernig hægt sé að nýta þessa auðlind með það að leiðarljósi að minnka sóun og skapa verðmæti fyrir íslenska æðarbændur.“
Spítalalín, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir hlýtur 1.500.000 kr.
„Í verkefninu verður skoðað hvort hægt sé að hanna og framleiða vörur á Íslandi úr textíl sem fellur til hjá Þvottahúsi spítalanna. Árlega fara um 4-6 tonn af textíl frá Landspítalanum í gegnum fatasöfnun Rauða krossins sem er þaðan fluttur erlendis til endurvinnslu eða til urðunar.“
Ull í hringrás, On to Something hlýtur 2.000.000 kr.
„On to Something og EFLA skoða fullnýtingu á íslenskri ull út frá áherslum hringrásarhagkerfisins. Rannsókn á eiginleikum og mögulegri nýtingu á úrkasti, ull sem skilgreind er ónothæf til vinnslu hérlendis í dag.“
Heimsins fyrsta órafmagnaða fídbakkhljóðfæri, Halldór Úlfarsson hlýtur 2.000.000 kr.
„Fídbakk hljóðfæri eru ný tegund hljóðfæra sem eru í hröðum vexti. Slík hljóðfæri er verið að þróa víða um heim og þau eiga það öll sameiginlegt að vera rafknúin. Hér er gerð tilraun með heimsins fyrsta órafmagnað fídbakk strengjahljóðfæri.“
Fura Ösp Grenisdóttir - Marimo Arkitektar - 4.000.000 kr.
„Verkefnið snýr að því að hanna fjölnota ljósatré með fjölbreyttum ljósgjöfum. Ætlunin er að ljósatréð verði skemmtilegt, auð-breytanlegt og hægt að nota við hin ýmsu tilefni um allt árið.Tréð verður því allt í senn: jólatré, páskatré, borðtré og síðast en ekki síst venjulega óvenjulegt hversdagstré.“
Verkefnastyrkir
40 ára fiðlusmíði, Hans Jóhannsson hlýtur 800.000 kr.
„Sýning sem afhjúpar ævistarf Hans Jóhannssonar og áhrif þess á þróun strokhljóðfæra á heimsvísu, allt frá klassískum hljóðfærum, tilraunahljóðfærum f. hönnunarsýningar, til 21. aldar stafrænna hljóðfæra sem hann hefur hannað. Hans nýtur viðurkenningar sem einn örfárra hljóðfærahönnuða á heimsvísu.“
Sundfatalína Flothettu, Unnur Valdís Kristjánsdóttir og Björg Ingadóttir hlýtur 1.000.000 kr.
„Reynsla, þekking og sjálfbærnisjónarmið koma saman í hönnun á tímalausri og líkamsvænni sundfatalínu.“
Saga Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Sögufélagið hlýtur 1.000.000 kr.
„Útgáfa veglegrar bókar um sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands sem starfræktur var undir ýmsum nöfnum árin 1939-1999. Hann gegndi á starfstíma sínum margháttuðu hlutverki og má segja að um hafi verið að ræða marga skóla í einum: myndlistarskóli, kennaraskóli, tómstundaskóli og hönnunarskóli.“
Ilmsturtu sjálfsali, Sonja Bent hlýtur 1.000.000 kr.
„Ilmsturtan ert köld þurrgufusturta með íslenskum ilmkjarnaolíum framleiddum af Nordic angan. Þú kemur eins og þú ert klædd (ur) og ilmsturtan baðar þig angan íslenskrar náttúru. Óvænt og öðruvísi náttúruupplifun sem er bæði heilsubætandi, endurnærandi og upplífgandi.“
Morra - vor 2024, Signý Þórhallsdóttir hlýtur 1.000.000 kr.
„Fatalína Morra fyrir árið 2024 gerir hversdeginum hátt undir höfði. Unnið er með minni úr vinnufatnaði kvenna til að skapa klæðilegar og tímalausar flíkur sem dafna með eigendum sínum. Fötin verða eingöngu úr náttúrulegum efnum.“
Bikeson, Ásgeir Matthíasson hlýtur 1.500.000 kr.
„Verkefnið felst í þróun á nýstárlegu rafmagnsreiðhjóli sem hefur mikla sérstöðu miðað við hefðbundin hjól sem eru á markaðnum núna. Markmiðið með að þróa þetta sérstaka hjól er að stækka notendahóp reiðhjóla og er það gert með að gera notendum kleift að aðlaga hjólið að sínum þörfum.“
Eldblóm, ræktaðu flugelda, Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur 2.000.000 kr.
„Eldblóm er fyrirtæki sem hannar vörur út frá hreyfingu. Hanabi er japanska orðið yfir flugelda beinþýðing:Eldblóm. Flugeldar voru hannaðir eftir ákveðnum blómum. Hægt er að rækta flugelda frekar en að sprengja þá. Sótt er um styrk til hönnunar á kynningarefni og samræma sjónrænt útlit á vörum Eldblóma.“
Nýting íslensks lambaskinns, Aníta Hirlekar hlýtur 2.000.000 kr.
„Hönnun á íslenskri fatalínu gerð úr síðustu íslensku lambaskinnunum sem voru sútuð á Skinnaiðnaðinum á Akureyri. Hönnunarverkefnið stuðlar að lágmörkun sóunar og varðveitingu dýrmætra auðlinda sem við eigum og með því að leggja grunninn að nýjum verðmætum framtíðarinnar.“
Bygg í óbyggðir, þríþætt vetrarklæði, Ýr Þrastardóttir hlýtur 2.000.000 kr.
„Verkefni snýr að því að hanna og útfæra séríslenskan vertarfatnað sem er gæddur þeim eiginleikum að vera vind-og vatnsheldur á ytrabyrði og fóðraður með íslensku mokkaskinni. Flíkurnar eru viðsnúanlegar svo hægt er að nýta þær bæði sem útvistarflíkur á fjöllum en einnig sem tískufatnað í borg.“
Húsgögn Halldórs Hjálmarssonar, Örn Þór Halldórsson hlýtur 2.000.000 kr.
„Endurgerð og áframhaldandi þróun á húsgögnum Halldórs Hjálmarssonar með áherslu á nýjar lausnir í takt við nýja tíma og ný sjálfbærniviðmið Félags íslenskra húsgagnaframleiðenda. Ný sölu- og fræðslusíða með áherslu á húsgögn Halldórs, sem og aðra innlenda húsgagnahönnun og -framleiðslu.“
Inngilding heima, hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir, Birta Fróðadóttir, Eva Huld Friðriksdóttir, Magnea Guðmundsdóttir - 4.000.000 kr.
„Verkefnið er samantekt á rannsóknar- og hönnunarferli á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem hannaður var fyrir Félagsbústaði. Mikilvægi þess að taka saman og miðla slíkri vinnu hefur ótvírætt gildi fyrir sambærileg verkefni í framtíðinni og þarft í áframhaldandi umræðu og þróun í málaflokknum.“
Ferðastyrkir - 150 þúsund hver
- Praks ehf, Urð á Cosmoprof, Miami
- AgustaV, Alin í USA
- Thomas Pauz, Stanley Picker Fellowship in Design
- Katrín María Káradóttir, Notkun sjávarleðurs í fortíð og framtíð, Japan
- Lúdika Arkitektar, Biobuilding, England
- Guja Dögg Hauksdóttir, Skáldað í steypu, París
- Björn Jónsson, Björn Hugason, Kaupmannahöfn
- Hildur Steinþórsdóttir, Tilraun Æðarækt, Noregur
- Hildur Yeoman, Premiere Vision, París
- Thora Finnsdóttir Soe, Glaze Dialogue, Reykjavík
- Ólafía Zoëga, Frábær smábær, Neskaupsstaður
- Hlín Reykdal, This never happened, Marokkó
- Þórunn Hannesdóttir, Mink Camper, Bretland
- Kristín Eva Ólafsdóttir, ADC í New York, D&AD í London
- Helga Lára Halldórsdóttir, Needy Objects, Never Ending Object, Kanada