Ný Flothetta með mynstri frá karlssonwilker
Flothetta kynnir nýja útgáfu af flothettunni með mynstri frá hönnunarstofunni karlsonwilker í New York. Flothetta er hönnunarverkefni eftir Unni Valdísi Kristjánsdóttir sem var tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 og hefur gefið af sér nærandi vatnavellíðunarmenningu.
„Framtíðin er flæðandi og forvitnileg. Við erum opin fyrir því að kanna nýjar lendur og eiga nærandi upplifanir í gegnum okkar innri heim í þyngdarleysi vatnsins.“
Hönnunarstofan karlssonwilker er í eigu hönnuðana Hjalta Karlssonar og Jan Wilker og hafa þeir komið að fjölbreyttum verkefnum á sviði hönnunar. Flothetta er hönnunarverkefni vöruhönnuðarins Unnar Valdísar Kristjánsdóttur sem hefur gefið af sér nærandi vatnavellíðunarmenningu. Síðan hönnunin kom á markað hafa orðið til slökunarsamfélög í vatninu, þar sem að fólk kemur saman til að upplifa nærandi samveru í þyngdarleysi vatnsins.