Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024

Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
Dagskráin sameinar ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs og snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnun, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar, stafrænnar hönnunar og allt þar á milli. Það er því hægt að byrja að telja niður hækkandi sól og taka dagana 24. - 28. apríl frá fyrir hátíð í bæ!
HönnunarMars er ein af tíu borgarhátíðum Reykjavíkur og fer nú fram sextánda árið í röð, og hefur fest sig í sessi sem einn af hápunktum í menningarlífi landsins. Hátíðin er eitt helsta kynningarafl hönnunar og arkitektúrs hér á landi sem og erlendis. Erlendir blaðamenn munu sækja hátíðina heim líkt og fyrri ár. Á hátíðinni gefst gestum tækifæri til að kynna sér það nýjasta og þá grósku og nýsköpun sem á sér stað í íslenskri hönnun í dag, sækja sér innblástur og versla íslenska hönnun.
Búið er að opna fyrir forsölu á DesignTalks 2024, lykilviðburði HönnunarMars sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Tryggðu þér miða og lestu meira hér.
Sjáumst á HönnunarMars 2024!



