Fjölmennt og góðmennt var á fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku

Fjölmennt og góðmennt var á fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs ársins 2025 í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Grósku
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra ávarpaði hópinn og úthlutaði styrkjum ásamt Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur, formanni stjórnar Hönnunarsjóðs.
27 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki Hönnunarsjóðs í fyrri úthlutun ársins sem fór fram í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Grósku þann 4. mars þar sem 38 milljónir voru til úthlutunar. Hér má lesa meira um þau.
Fulltrúar verkefnanna, Efnisheimar: Anna Karsdóttir, arkitekt og Hagvextir: Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður, sem áður hafa fengið styrki úr sjóðnum veittu gestum innsýn í verkefni sýn og héldu örerindi um mikilvægi styrkja Hönnunarsjóðs.
Víðir Björnsson ljósmyndari fangaði stemminguna hér:














