Forsala á DesignTalks stendur til föstudagsins 3. mars
DesignTalks ráðstefnan er einn af lykilviðburðum HönnunarMars á hverju ári enda dagur fullur af innblæstri, skapandi hugsun og áhugaverðum fyrirlesurum. Forsala á miðum stendur til föstudagsins 3. mars.
Í ár mun DesignTalks takast á við spurninguna Hvað nú? / What now?, staldra við, fást við áskoranir líðandi stundar, velta upp og kanna mögulegar leiðir - og ef vel tekst til, vekja enn fleiri spurningar!
„Auðmýkt. Enginn veit allt en saman vitum við margt.”
- Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks
DesignTalks ráðstefnan varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum, með erindum um áhrifamikil verkefni og innblásnum samtölum. Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir, erlendir og innlendir veita innsýn í brýn viðfangsefni af öllu hjarta. Ekkert er utan seilingar.
Við tilkynnum spennandi fyrirlesara sem koma fram á DesignTalks á næstu vikum en nú þegar er búið að kynna tvo þeirra:
Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri hönnunar og arkitektúrs hjá MoMA og stofnandi Design Emergency
Paola Antonelli er einn virtasti sýningarstjóri heims á sviðið hönnunar og arkitektúrs. Hún er yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMa, Nýlistasafninu í New York, auk þess að vera stjórnandi og ein af stofnendum rannsóknar og þróunardeildar safnsins. Síðan 2020 hefur Paola unnið að verkefninu Design Emergency ásamt hönnunargagnrýnandanum Alice Rawsthorn. Markmið hennar er að auka skilning á hönnun þar til sem flest eru meðvituð um hversu jákvæð áhrif hún hefur haft á heiminn. Lestu meira hér.
Odile Decq, arkitekt og borgarskipulagsfræðingur, stofnandi og eigandi Studio Odile Decq
Odile Decq er þekkt fyrir róttækar og tilraunakenndar aðferðir og hefur einnig verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti kynjanna og gegn mismunun í faginu. Studio Odile Decq er alþjóðleg arkitektastofa sem stofnuð var í upphafi níunda áratugsins. Þar starfa nú um 15 manns undir stjórn Odile Decq. Verkefni stofunnar hafa vakið eftirtekt víða um heim og hlotið fjölda verðlauna, bæði innlendra og erlendra. Þrátt fyrir velgengni sína hefur stofan einsett sér að halda í nána samvinnu og að samþætta í sköpunarferli sínum tækni, rannsóknir og nýsköpun þar sem samtal milli allra hagsmunaðaila eru í forgrunni hverju sinni. Lestu meira hér.