Forsala hafin á DesignTalks 2025
Búið er að opna fyrir forsölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks sen fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Tryggðu þér miða á þennan vinsæla viðburð sem hefur farið fram fyrir fullu húsi undanfarin ár.
Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um hönnun og arkitektúr, samtímarýni og framtíðarsýn, innsýn, áskoranir og tækifæri hönnuða, arkitekta og skapandi leiðtoga.
Þema HönnunarMars og Designtalk 2025 er Uppspretta, en orðið hefur margþætta þýðingu; upphafspunktur eða fæðing, endurskoðun, hreinsun, fyrir endurheimt eða einfaldlega hressa sig við.
„Uppspretta hefur margþætta þýðingu, en ég lít á hana sem ákveðið mótvægi við óstöðugleikann sem ríkir í dag. Algengast er að hugsa sér að uppsprettan marki augnablik í tíma þar sem eitthvað byrjar eða verður til, til dæmis uppspretta hugmynda, innblásturs eða lífs, en það er líka myndlíking fyrir að endurskoða hugmyndir, taka skref til baka, tengjast aftur upprunanum, hreinsa hugann eða endurnýja sig. Það verður spennandi að sjá hvernig þátttakendur bæði í DesignMarch og DesignTalks munu bregðast við og útvíkka það á næstu mánuðum“
Hlín Helga, listrænn stjórnandi DesignTalks.
Takmarkað magn af miðum er í forsölu en jafnframt hljóta hönnuðir og arkitektar sérverð.
Forsala fyrir hönnuði og arkitekta: 16.900 kr.
Fullt verð: 18.900 kr
Forsala fyrir almenning: 18.900 kr.
Fullt verð: 20.900 kr.
DesignTalks hefur verið lykilviðburður HönnunarMars frá upphafi og er einn sá stærsti á sínu sviði hér á landi þar sem skapandi fólk víðs vegar að kemur saman og veitir hvort öðru innblástur. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi DesignTalks og Þura Stína Kristleifsdóttir framleiðir fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Fjölmargir hafa komið fram á DesignTalks í gegnum árin líkt og; Bjarke Ingels, Katharine Hamnett, James Merry, Liam Young, Atelier NL, Alan Ricks MASS Design Group, Winy Maas, Calvin Klein, Kristian Edwards Snøhetta, Henrik Vibskov, Christien Meindertsma, Lisa Lapauw & Mous Lambrat, Robert Wang Google Creative Lab, Studio Swine, Daisy Ginsberg, Jonathan Barnbrook, Paola Antonelli MOMA, Eley Kishimoto, Jessica Walsh Sagmeister&Walsh, Harry Parr Bompas&Parr, Paul Bennett IDEO, Ilkka Supponen, Marti Guixé, Jersey Seymour, Anthony Dunne Dunne&Raby, Marshmallow Laser Feast, Marije Vogelzang, Anders Lendager Lendager Group, Ingvar Helgason Vitralabs, Aamu Song og Johan Olin COMPANY, Marcus Fairs Dezeen, Natsai Audrey Chieza, Refik Anadol og margir fleiri alþjóðlegir gestir sem og innlendir hönnuðir og arkitektar.
HönnunarMars er leiðandi hátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
HönnunarMars hefur farið fram árlega frá árinu 2009 og hátíðin 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl. Opið er fyrir umsóknir en frestur rennur úr 17. nóvember.