Frá torfbæjum til Hörpu - námskeið

Endurmenntun býður upp á námskeið í arkitektúrsögu með Óskari Erni Arnórssyni, nýdoktor í arkitektúr frá Columbiaháskóla í New York.
Staðnámskeið í tvö skipti 28. og 30. apríl kl. 16:30-18:30
Í þessu stutta námskeiði verður sögð saga arkitektúrs á Íslandi frá upplýsingu til nútíma í tveimur tveggja klukkustunda fyrirlestrum. Sá fyrri nær yfir tímabilið frá 1752-1919, sem markast af byggingu Viðeyjarstofu fram að útskrift Guðjóns Samúelssonar úr konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Sá seinni nær yfir tímabilið frá 1919-2025, steinsteypuklassík og fúnksjónalisma (1919-1944), síðmódernisma (1944-1968), póstmódernisma (1968-2008) og það sem mætti kalla arkitektúr síðkapitalisma.
Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af öllum námskeiðum á dagskrá veturinn 2024 - 2025 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar og til að virkja afsláttinn þarf að nota afsláttarkóðann sem sendur var í fréttabréfi 10. apríl til félagsmanna.
Snemmskráning og lægra verð er til 15. apríl