Góð hönnun er fyrir alla: Hoppaðu bara út í! Náttúrubaðsvæði og aðgengismál
Miðvikudaginn 7. desember kl. 12.15 standa FÍLA, MHS og ÖBÍ fyrir málstofu um náttúrubaðsvæði og aðgengismál. Málstofan fer fram í LHÍ, Þverholti 11 og er málstofan öllum opin.
Fyrirlesarar á málstofunni eru :
Ómar Ingþórsson frá EFLU, landslagsarkitekt FÍLA.
Harpa Cilia Ingólfsdóttir byggingafræðingur og ráðgjafi í algildri hönnun hjá HMS
Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis-og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins.
Málstofan, HOPPAÐU BARA ÚT Í! NÁTTÚRUBAÐSVÆÐI OG AÐGENGISMÁL, er önnur af þremur málstofum um aðgengi sem er liður í samstarfi um upplýsingagjöf um algilda hönnun. Sú fyrsta var haldin 23. nóvember sl. og sú þriðja verður haldin 25. janúar.
Hvenær: Miðvikudaginn 7. desember kl. 12.15-13.30
Hvar: Í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, fyrirlestrarsal A í kjallara.
Léttar veitingar í boði.