Hlöðuberg eftir Studio Bua eitt af verkefnum ársins hjá Dezeen
Hlöðuberg eftir Studio Bua er eitt af 11 verkefnum ársins á sviði arkitektúrs hjá hönnunarmiðlinum Dezeen. Studio Bua, sem var stofnuð árið 2017 af þeim Sigrúnu Sumarliðadóttur og Mark Smyth, endurgerðu gamla niðurbrotna steinhlöðu með útsýni yfir friðland Breiðafjarðar á Vesturlandi og hefur húsnæðið vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Samkvæmt Dezeen er Hlöðuberg endurgerð ársins á íbúðarhúsnæði og var dómnefnd verðlaunanna hrifin af þeirri snjöllu verkfræði sem þarf til að byggja þetta heimili á hlöðu sem var að hruni komin í íslensku landslagi. „Þetta verkefni er merkilegt verkfræðiafrek og fullunnin byggingin er fíngerð og hæfir samhenginu.“
Hægt er að lesa meira hér.