HönnunarMars að bresta á í allri sinni dýrð
Nú er HönnunarMars svo sannarlega að bresta á í allri sinni dýrð og margt og mikið á dagskránni svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Við mælum með því að skoða dagskránna í heild sinni á vef HönnunarMars hér.
DesignTalks fer fram í Hörpu á morgun og nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða. Ekki missa af þessum degi stútfullum af innblæstri!
Allt um DesignTalks hér
Hér eru nokkrar opnanir dagsins:
Plús eilífð - And Anti Matter
kl. 17 Gróttuvita
And Anti Matter tekst á við nýjan efnivið í innsetningu sinni Plús Eilífð, þar sem huglægt samhengi hlutanna er unnið út frá sögu elskhuganna sem ofin var í jacquard efni. Þrívíddarprentaðir leir munir, tónlist og áfengi verða meðal afurða. Innsetningin er sett upp í draumkenndu mistri Gróttuvita. Meira hér
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd
kl. 17-19 EPAL, Skeifan 6
Verslunin EPAL sýnir úrval af áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis. Með þátttöku EPAL ellefta árið í röð á HönnunarMarsverður sýnd áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða. Meira hér
Crystal clear - Hlín Reykdal
kl. 19-21 Fiskislóð 75
Hlín Reykdal frumsýnir nýja skartgripalínu á Hönnunarmars 2019 ásamt ljósmyndum eftir Önnu Maggý. Hlín og Anna endurspegla tvo miðla á glitrandi og forvitnilegan hátt. Saman hafa þær unnið náið að litríkum og einstökum ljósmyndum ásamt innsetningu út frá skartgripalínu Hlínar. Meira hér
Fyrirvari - Brynjar Sigurðarson og Veronika Sedlmair
kl. 20-22 Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnarfjörður
Brynjar Sigurðarson og Veronika Sedlmair sýna í aðalsal Hafnarborgar. Á þessari sýningu verður sköpunarferlið sjálft sýningarefnið, mismunandi stig hugmynda eru sýnd og opnuð almenningi til skoðunar. Sýningin Fyrirvari miðar að því að þýða eða tengja saman „hluti“ í umhverfinu – þ.e.a.s. náttúru-, borgar- og menningarumhverfi – við hugmyndir og hugleiðingar að nýjum „hlutum“.
Meira hér
DesignDiplomacy
kl. 17-18.30, norski sendiherrabústaðurinn, Fjólugata 15
Tormod Amundsen sem stofnaði Biotope, fyrstu og einu arkitektastofu heims þar sem sérfræðiþekking á fuglum og fuglaskoðun er til staðar og Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt sem þakti eitt sinn miðbæ Reykjavíkur með teppi af blómum sem voru búin til úr gulum viðvörunarborða taka þátt í opnu samtali á HönnunarMars. Einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.
Meira hér
kl. 20-21.30 sænski sendiherrabústaðurinn, Fjólugata 9
Stefan Andersson sem er einn þekktasti leirkerasmiður Svíþjóðar sem hannar einstakan borðbúnað og Hanna Dís Whitehead sem vinnur á mærum myndlistar, hönnunar og handverks og flakkar á milli ólíkra efniviða taka þátt í opnu samtali á HönnunarMars. Einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.
Meira hér
Þetta og margt margt fleira ...
Sjáumst á HönnunarMars!