HönnunarMars í Kaupmannahöfn
HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Kaupmannahöfn eru Kristín Brynja Gunnarsdóttir, menntaður arkitekt og innanhússhönnuður frá Konunglegu dönsku Listaakademíunni og Tine Winther Rysgaard er menntaður fatahönnuður úr Konunglegu Dönsku Listaakademíunni. Stjórnandi: Ásta Stefánsdóttir er með master í ensku- og leikhúsfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.
Markmiðið er að leiða saman hönnuði frá Íslandi og Norrænu höfuðborganna í áhugavert samtal um hönnun og arkitektúr og þar með skapa hátíðinni erlendan vettvang í samstarfi við sendiráðin og erlenda samstarfsaðila. Á tímum Covid og lokaðra landamæra er mikilvægt að efla samskipti og samtal þvert á landamæri og um leið vekja athygli erlendis á því sem er að gerast á HönnunarMars og í íslenskri hönnun.
Hlaðvörpin eru á ensku.
Kristín Brynja Gunnarsdóttir, menntaður arkitekt og innanhússhönnuður frá Konunglegu dönsku Listaakademíunni. Kristín rekur Einrúm arkitektastofu með eiginmanni sínum, Steffan Iwersen ásamt því að vera prjónahönnuður og frumkvöðull í að þróa nýtt garn. Fyrirtækið framleiðir Einrúm garn, sem er spunnið úr íslenskri ull og tælensku mulberry silki og Kristín ásamt fleiri hönnuðum hanna fjölbreytt prjónamunstur fyrir garnið. Einrúm, garn framleiðsla hefur verið starfrækt frá árinu 2012 en garnið er selt víða um heim, um Evrópu alla, Suður Kóreu, Rússlandi og Ameríku.
Tine Winther Rysgaard er menntaður fatahönnuður úr Konunglegu Dönsku Listaakademíunni. Hún starfar sem hönnuður hjá danska prjónafyrirtækinu Kit Couture, sem selur hannaða prjónavöru í pökkum (kit). Fyrirtækið starfar undir yfirskriftinni „við hönnum, þú skapar“, og áhersla er lögð á prjónahönnun í takt við nútímann og tísku.
Ásta Stefánsdóttir er með master í ensku- og leikhúsfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún starfar sem verkefnastýra í menningarhúsinu Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge) í Kaupmannahöfn, en einnig framleiðir hún hlaðvörp fyrir Félag kvenna í atvinnulífi í Danmörku.