Hönnuðu einstakt sokkapar í tilefni Alþjóðlega Downs dagsins
Hönnuðurinn Guðjón Gísli Kristinsson í samstarfi við Guðjón Sigurð Tryggvason, íbúa á Sólheimum hafa hannað ósamstætt sokkapar í tilefni af Alþjóðlega Downs deginum, sem er í dag 21. mars.
Verkefnið ber yfirskriftina „Sameinumst í Sokkunum“ snýst um „að fá einn af okkar fólki og einn íslenskan hönnuð til að hanna ósamstætt sokkapar. Og til að hanna fyrsta sokkaparið fengum við þá Guðjón Gísla Kristinsson íbúa á Sólheimum og Guðjón Sigurð Tryggvason til að vinna saman,“ segir tilkynningu frá Downs- félaginu.
Sokkar eru úr blöndu af lambsull og angóru ull sem gerir þá einstaklega mjúka og þægilega. Sokkarnir eru með mjúkri teygju í stroffinu og yfir fótinn. Angóru ullin er vottuð sem þýðir það að ullin er rekjanleg til bóndans og öllum dýravelferðar reglum er mætt.
Ósamstætt sokkapar hefur verið aðferð til áraraða til að sýna Downs heilkenninnu samstöðu á Alþjóðadeginum þann 21.3. Sokkarnir eru íslensk hönnun og framleiddir á Íslandi og seldir í takmörkuðu upplagi í öllum Hagkaupsbúðunum og á heimasíðu Varma.