Hringrásarhagkerfi í landslagsarkitektúr -vinnustofa og málþing
Þann 5. september næstkomandi mun hinn danski Jakob Sandell frá Schønherr halda fyrirlestur og leiða vinnustofu um Hringrásarhagkerfi í Landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að veita grundvallarþekkingu á hringrásarhagkerfi í landslagsarkitekúr.
Þátttakendur munu sjá fjölbreytt dæmi um notkun hringrásarhagkerfis í hönnun og munu svo vinna stutt verkefni þar sem komið er með tillögur að umbreytingu Hvanneyris yfir í sjálfbært Landbúnaðarháskólasvæði. Námskeiðið fer fram milli kl. 9 - 16.30.
Viðburðurinn er samvinnuverkefni FÍLA, Landbúnaðarháskólans og Grænnar Byggðar. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en það þarf að skrá sig fyrir 31. ágúst á netfangið kennsluskrifstofa@lbhi.is eða í síma 433 5000.