Flétta tekur snúning á búningum Icelandair
Getur einkennisfatnaður orðið að tösku? Snúningur er samstarfsverkefni Icelandair og vöruhönnuðanna Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hjá Stúdíó Fléttu. Verkefnið felur í sér að finna eldri einkennisbúningi Icelandair nýjan farveg og afraksturinn verður til sýnis á HönnunarMars.
Einkennisfatnaður Icelandair hefur yfir áralangt skeið flogið um loftin blá og boðið milljónir farþega velkomna um borð. Nú hefur hann lagst í helgan stein með tilkomu nýja einkennisfatnaðarins en okkur langaði fyrst að taka snöggan snúning á hinum gamla og leyfa hans fræga ferðalagi að halda áfram.
Þær Birta og Hrefna í Stúdíó Fléttu fundu leið til að blása nýju lífi í gamla einkennisbúninginn okkar. Heill heimur efniviðar stóð þeim til boða, allt frá hnöppum og höttum, pífum og sylgjum, til krúta og kraga. Með skapandi hugsun, spurðu þær sig: Getur einkennisfatnaður orðið að tösku?
Velkomin í Landsbankarýmið á Hafnargötu dagana 24. - 28. apríl til að sjá svörin við þessari spurningu.
Snúningur
Getur einkennisfatnaður orðið að tösku? Snúningur er samstarfsverkefni Icelandair og vöruhönnuðanna Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hjá Stúdíó Fléttu. Verkefnið felur í sér að finna eldri einkennisbúningi Icelandair nýjan farveg en Icelandair tók í notkun nýjan einkennisfatnað á síðasta ári. Stúdíó Flétta leggur sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun sem er um leið áhugaverð og lausnamiðuð.