Íslensk hönnun á flugi - HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvöllur er sýningarstaður á HönnunarMars ásamt því að sýna hátíðina í sinni fjölbreyttustu mynd. HönnunarMars er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.
Íslensk hönnun er Keflavíkurflugvelli afar hugleikin og samtvinnuð heildarársýnd flugvallarins. Njótið þess áhugaverðasta í íslenskri hönnun, á flugvellinum sem og annars staðar.
Í tilefni af HönnunarMars sem fer fram dagana 24.-28. apríl hefur sýningin Samband/Connection verið sett upp í töskusalnum á Keflavíkurflugvelli.
Sýningin samanstendur af vörum eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýnd eru húsgögn og vörur sem endurspegla íslenska hönnun og sambandið á milli íslenskra og skandinavíska hönnunarsamfélagsins.
Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Íslandsstofu í tilefni hönnunarhátíðarinnar 3 days of design.
Keflavíkurflugvöllur setur íslenska hönnun og vörur í forgrunn og sköpum menningarupplifun fyrir flugvallargesti, hvort sem er við komu eða í millilendingu.