JARÐSETNING – kvikmynd og bók um upphaf og endalok í manngerðu umhverfi
Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19 verður kvikmyndin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt sýnd í Bíó Paradís og útgáfuhóf samnefndrar bókar í beinu framhaldi kl. 20.
Jarðsetning er margslungið verk þar sem farið er inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða. Í kvikmyndinni mæta áhorfendur afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni. Í bókinni fléttast frásögn af lífi og dauða byggingar við sögu hugmynda og sögu höfundar. Upptökur af niðurrifi byggingarinnar fóru fram á árunum 2017-2018 en hún þjónaði sem banki fram til ársins 2015 og vék í kjölfarið fyrir nýrri hótelbyggingu. Bankabyggingin hvílir nú á urðunarstöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Útgáfu bókarinnar og kvikmyndarinnar verður fagnað með sýningu á myndinni í Bíó Paradís kl. 19 og útgáfuhófi í beinu framhaldi kl. 20 þriðjudaginn 8. nóvember. Skráning á kvikmyndasýninguna hér.
Myndin verður í almennum sýningum í Bíó Paradís frá 9. nóvember.
Um bókina Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur
Hönnun og uppsetning: Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Útgefandi: Angústúra í samstarfi við Úrbanistan. 308 síður með ljósmyndum
Um myndina Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur
Kvikmyndataka: Logi Hilmarsson. Klipping: Sighvatur Ómar Kristinsson. Hljóð og tónlist: Bergur Þórisson
Litgreining: Trickshot. Leikstjóri og framleiðandi: Anna María Bogadóttir
Framleiðslufyrirtæki: Úrbanistan með stuðningi Hönnunarsjóðs og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Myndstef. Lengd: 52 mín. Alþjóðlegur titill: Interment. Frumsýning: RIFF október 2021, bíófrumsýning: nóvember 2022
Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar hins byggða umhverfis sem hún nálgast frá sjónarhóli daglegs lífs í samhengi flókinna kerfa og hvata. Hún vinnur með byggingararf sem framsækið afl í arkitektúr og verk hennar finna sér farveg á vettvöngum arkitektúrs, ritlistar og sjónlista. Anna María lauk meistararáðu í arkitektúr frá Columbia
Háskóla í New York árið 2009 en hafði áður starfað í um áratug við menningar- og sýningarstjórn á Íslandi og Danmörku og lokið M.A. gráðu í menningarfræði og M.Sc. gráðu í stafrænni hönnun og miðlun. Anna María er lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og stofnandi og eigandi Úrbanistan.
Úrbanistan starfar breitt á sviði arkitektúrs gegnum hönnunar-, varðveislu- og skipulagsverkefni auk þess að stunda útgáfu, sýninga- og kvikmyndagerð er snýr að eðli og umbreytingu hins manngerða umhverfis. urbanistan.is.
Jarðsetning var með innsetningu í Hörpu á HönnunarMars 2021 og svo var brot úr myndinni sýnt á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks á HönnunarMars núna í vor. Hægt er sjá það hér.