LHÍ auglýsir stöðu Deildarforseta í arkitektúrdeild
Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn í stöðu deildarforseta í arkitektúr. Deildarforseti ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta og rektor. Hann leiðir faglegt samtal deildarinnar, sinnir starfsmannahaldi, málefnum nemenda og almennri starfsemi deildar. Starfshlutfall er 100%. Ráðið er í starfið frá 8. ágúst 2023.
Verkefni og ábyrgð:
- Mótun stefnu deildar í samræmi við heildarstefnumörkun skólans
- Uppbygging náms og kennslu á fagsviðinu
- Þverfagleg samvinna milli deilda og sviða
- Samstarf við fagvettvang og alþjóðlegt samstarf
- Starfsmannahald og málefni nemenda
- Efling á starfsanda og samheldni
- Gerð rekstrar- og fjárfestingaráætlana
- Starfið getur falið í sér kennslu.
Menntun, reynsla, hæfni
Deildarforseti skal hafa akademískt hæfi. Við ráðningu í starfið fer fram hæfismat skv. reglum Listaháskólans um veitingu akademískra starfa. Umsækjendur verða metnir útfrá neðangreindum kröfum um menntun, reynslu og hæfni á grundvelli umsóknar auk þess sem frammistaða umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.
- Fullnaðarnám til starfsréttinda í arkitektúr (MArch eða sambærilegt).
- Reynsla af stjórnun.
- Góð þekking og reynsla af starfsemi á háskólastigi.
- Virk þátttaka í fagsamfélagi arkitektúrs.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og lausnamiðað hugarfar.
- Mjög góð hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.
Til að umsókn sé gild skulu eftirfarandi gögn fylgja:
- Ferilskrá sem skipt er í eftirfarandi kafla eftir því sem við á: menntun, listræn störf, rannsóknir, kennslu og akademísk störf, stjórnunarstörf og önnur störf.
- Kynningarbréf.
- Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
- Greinargerð sem sýnir faglega sýn umsækjanda á starfið og framtíðarsýn hans á rannsóknir og kennslu á fagsviðinu.
- Nöfn tveggja meðmælenda.
- Auk þess er umsækjanda heimilt að skila inn öðrum gögnum til stuðnings umsóknar.
Umsókn með fyrrgreindum gögnum skal skilað eigi síðar en 16. apríl 2023 á netfangið starfsumsokn@lhi.is, merkt Deildarforseti í arkitektúr.
Frekari upplýsingar um starfið veita Eva María Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar, evamaria@lhi.is og Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri, soleybjort@lhi.is.
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. LHÍ áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfsumhverfi
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg, Borgartún og Austurstræti í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er 16. apríl 2023
Umsóknum skal skilað á starfsumsokn@lhi.is
Upplýsingar um starfið veita Eva María Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar, evamaria@lhi.is og Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri, soleybjort@lhi.is.