Listaháskóli Íslands auglýsir laus störf
Listaháskólinn auglýsir laus til umsókna ellefu störf háskólakennara þvert á deildir skólans. Meðal annars er um að ræða háskólakennara í grafískri hönnun, arkitektúr og í fræðum í arkitektúr.
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2022 en framlengdur umsóknarfrestur er til 16. janúar. Hér má nálgast frekari upplýsingar.
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.