Lumar þú á hugmynd fyrir Torg í biðstöðu 2021?
Reykjavíkurborg óskar eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum að taka þátt í verkefninu Torg í Biðstöðu. Í ár er þemað hvílustæðu þar sem markmiðið er að hanna og framkvæma tímabundin Hvílustæði (e. parklet).
Megin áhersla með Hvílustæðum er að skapa skemmtileg dvalarsvæði fyrir fólk í sólríkum göturýmum borgarinnar, svæðum sem geta hvatt til dvalar, samskipta og leiks. Hvílustæðin verða því að tilraun sem getur í framtíðinni leitt til þess að göturýmið verði aðlagað sem dvalarsvæði. Á sama tíma er reynt að vekja íbúa og aðra hagsmunaaðila til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og virkja þá til að taka þátt í að þróa svæðin.
Með umsókn þarf að fylgja:
- Ítarleg lýsing á verkefninu í texta og myndum/teikningum.
- Verk- og tímaáætlun
- Gróf kostnaðaráætlun: m.a efniskostnaður og laun.
- Ferilskrá allra umsækjenda með fullu nafni, kennitölu og heimilisfangi.
Umsókn sendist á: gongugotur@reykjavik.is. Merkja í fyrirsögn: Umsókn um Torg í Biðstöðu 2021
Skilafrestur umsókna 12.apríl 2021