Minn HönnunarMars - Hrólfur Cela
Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Hrólfur Cela, arkitekt deilir hvaða sýningum hann ætlar ekki að missa af á HönnunarMars í maí 2021.
Nú er HönnunarMars í maí er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn í gegnum fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags.
Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma.
Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars í maí 2021 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Hrólfur ætlar ekki að missa af í ár
Öllum hnútum kunnug
Hef gaman að því þegar fólk grandskoðar tiltekinn hlut og vinnur svo útfrá honum.
Af ásettu ráði
Þetta er fastur liður sem ég skoða alltaf, hálfgerður vorboði. En nú í ár verður þetta hluti af HönnunarMars. Gaman að fá innsýn í það sem nemendur eru að vinna að og fylgjast með þróun þess milli ára.
Dagsson by Eyglo
Skrifstofan okkar er á Grandagarði og því nærtækt að kíkja til nágranna okkar og skoða. Á von að þetta verði hæfilega óviðeigandi að vanda.
Híbýlaauður
Þetta er mjög spennandi viðfangsefni fyrir samfélagið og arkitektastéttina sérstaklega og margt sem má skoða betur.
Iða
Hef fylgst með þessu verkefni frá upphafi og er spenntur að sjá útkomuna. Þórunn hefur lag á að leyfa einfaldleikanum að njóta sín.
Otoseeds, Pappír sem vex
Hef líka fylgst með þróun þessa verkefnis og er forvitinn að sjá stöðuna núna. Einföld en skemmtileg hugmynd.