Minn HönnunarMars – Studio Studio
Nú er HönnunarMars að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir hjá Studio Studio ætla ekki að láta framhjá sér fara
Letrað með leir
Við höfum fylgst með bæði Hönnu Whitehead og Or type lengi, og erum þar af leiðandi spennt að sjá niðurstöður þeirra samstarfs.
Skógarnytjar
Frábær sýning hjá Birni Steinari á síðasta HönnunarMars, áhugavert að sjá hvert verkefnið er komið ári síðar.
Plöntugarðurinn
Sem áhugafólk um prentara, pappir og plöntur, vekur þessi sýning áhuga.
efni:viður
Hönnun og list dansa saman. Áhugaverð samsýning í Hafnarborg.