DesignTalks 2023 - Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures
Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
Heildrænni nálgun við líftæknilega hönnun krefst þess að við spyrjum fjölbreyttari spurninga í upphafi. Ekki hvað mun fólk kaupa, heldur: Hvað ef við setjum samfélög frekar en vörur í fyrsta sæti? Gæti víðtækari notkun á líftækni gert fólki kleift að finna staðbundnar lausnir á staðbundnum vandamálum?
Natsai Audrey Chieza er líftæknihönnuður, stofnandi og framkvæmdastjóri Faber Futures, sem starfar á mörkum náttúru, hönnunar, tækni og samfélags. Hún er hluti af nýrri kynslóð hönnuða sem rannsaka lífefnaframleiðslu, sem felur í sér að búa til efni og vörur úr lifandi efnum sem valkost við hefðbundna framleiðsluferla. Natsai er ein af fremstu hugsuðum heims þegar kemur að því að endurhugsa hvaða hlutverki hönnun getur gengt í því samhengi. Hún stundaði rannsóknir í yfir áratug sem leiddi á endanum til þróunar á nýju hönnunarmiðuðu ferli í textíllitun sem byggir á notkun baktería í stað skaðlegra efni. Verkefnið hefur verið sýnt víða, m.a. á Ars Electronica, Design Museum, Pompidou Centre, hönnunarsafni Vitra og The Science Gallery Dublin. Natsai leiðir kraftmikið teymi fólks í Faber Futures, sem rýnir og umbreytir kerfum af ýmsum toga, s.s. innan menntunar, hönnunar, lífvísinda og framleiðslu og hefur undanfarin áratug komið að stefnumótun í nýsköpun með alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum, nú síðast Alþjóðahefnahagsráðsins.
Natsai er meðlimur í Global Futures Council on Synthetic Biology sem haldin er af Heimsviðskiptaráðstefnunni og hefur það að markmiði að gera aðgerðaráætlun fyrir iðnaðinn í breyttum heimi eftir Covid-19. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um þverfaglega nýsköpun m.a. hjá TED og hefur kennt við lífhönnunardeild Central Saint Martins í London og Bartlett School of Architecture. Árið 2019 hlaut hún INDEX verðlaunin og var tilnefnd á listana ICON Design 100, Evening Standard Progress 1000 2019, It's Nice That Ones to Watch 2019, og OkayAfrica's 100 Women 2018.
DesignTalks 2023 fer fram miðvikudaginn 3. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.
Í ár mun DesignTalks takast á við spurninguna Hvað nú? / What now?, staldra við, fást við áskoranir líðandi stundar, velta upp og kanna mögulegar leiðir - og ef vel tekst til, vekja enn fleiri spurningar!
DesignTalks ráðstefnan varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum, með erindum um áhrifamikil verkefni og innblásnum samtölum. Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir, erlendir og innlendir veita innsýn í brýn viðfangsefni af öllu hjarta. Ekkert er utan seilingar.