Ný fatalína Anítu Hirlekar hönnuð og framleidd á Íslandi

Vetrarlína fatahönnuðarins Anítu Hirlekar er nú fáanleg en hún einkennist af sterkum litasamsetningum, hand-bróderuðum flíkum og kvenlegum kjólum skreyttum blómamunstrum. Allt hönnunarferlið sem og framleiðslan sjálf, fór fram á Íslandi.
Aníta hefur sjálfbærni að leiðarljósi, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu. Nýjasta fatalína ANITA HIRLEKAR, Vetralína 20-2021 er nú fáanleg á netverslun Anítu hér og í netverslun Kiosk Reykjavík hér sem og í verslun KIOSK GRANDA í Reykjavik. Aníta hlaut styrk úr aukaúthlutun Hönnunarsjóðs í sumar fyrir línuna.
Samkvæmt tilkynningu frá Anítu þykir einstakt að koma með litríka vetralínu en línan er hönnuð með ákveðna nostalgíu í huga. Hönnuninn er tímalaus og spilar inná persónuleika kvenna. Hver kjóll er einstakur og hannaður fyrir konur sem klæða sig upp fyrir sjálfan sig.
Myndataka: Módel: Elín Rós og Þura Pétursdóttir hjá Eskimo models Stílisti: Júlía Gröndvaldt Förðun: Flóra Karítas Hár: Harpa Ómarsdóttir hjá Label M Iceland Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir Skartgripir: Hlín Reykdal Listræn stjórnun: Aníta Hirlekar







- Dagsetning
- 30. október 2020
- Höfundur
- Álfrún Pálsdóttir
- Ljósmyndir
- Rut Sigurðardóttir
- Fyrirsætur
- Elín Rós og Þura Pétursdóttir hjá Eskimo Models
- Stílisti
- Júlía Gröndvaldt
- Förðun
- Flóra Karítas
- Hár
- Harpa Ómarsdóttir hjá Label M Iceland
- Skartgripir
- Hlín Reykdal
- Listræn stjórnun
- Aníta Hirlekar
Tögg
- Greinar
- Fatahönnun
- Hönnunarsjóður