Ný fatalína Anítu Hirlekar hönnuð og framleidd á Íslandi

30. október 2020

Vetrarlína fatahönnuðarins Anítu Hirlekar er nú fáanleg en hún einkennist af sterkum litasamsetningum, hand-bróderuðum flíkum og kvenlegum kjólum skreyttum blómamunstrum. Allt hönnunarferlið sem og framleiðslan sjálf, fór fram á Íslandi.

Aníta hefur sjálfbærni að leiðarljósi, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu. Nýjasta fatalína ANITA HIRLEKAR, Vetralína 20-2021  er nú fáanleg á netverslun Anítu hér og í netverslun Kiosk Reykjavík hér sem og í verslun KIOSK GRANDA í Reykjavik. Aníta hlaut styrk úr aukaúthlutun Hönnunarsjóðs í sumar fyrir línuna.

Samkvæmt tilkynningu frá Anítu þykir einstakt að koma með litríka vetralínu en línan er hönnuð með ákveðna nostalgíu í huga. Hönnuninn er tímalaus og spilar inná persónuleika kvenna. Hver kjóll er einstakur og hannaður fyrir konur sem klæða sig upp fyrir sjálfan sig.

Myndataka: Módel: Elín Rós og Þura Pétursdóttir hjá Eskimo models Stílisti: Júlía Gröndvaldt
 Förðun: Flóra Karítas 
Hár: Harpa Ómarsdóttir hjá Label M Iceland Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir Skartgripir: Hlín Reykdal Listræn stjórnun: Aníta Hirlekar

Dagsetning
30. október 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Ljósmyndir
Rut Sigurðardóttir
Fyrirsætur
Elín Rós og Þura Pétursdóttir hjá Eskimo Models
Stílisti
Júlía Gröndvaldt

Förðun
Flóra Karítas
Hár
Harpa Ómarsdóttir hjá Label M Iceland
Skartgripir
Hlín Reykdal
Listræn stjórnun
Aníta Hirlekar

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun
  • Hönnunarsjóður