Sigríður Maack formaður AÍ segir ógáfulegt að spara við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði
,,Ógáfulegt að spara við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði" segir Sigríður Maack formaður AÍ í samtali við Mbl.is fyrr í vikunni. Þar ræddi hún um mikilvægi sálrænna þátta þegar kemur að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og þéttingu byggðar.
Tilurð samtalsins var viðtal við Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing sem birtist í Morgunblaðinu þar sem hann kallaði eftir því að litið væri til áhrifa umhverfis á heilsu og vellíðan fólks í þeirri miklu uppbyggingu sem á að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu og víðar á næstu árum. Í framhaldi óskaði mbl.is eftir viðbrögðum AÍ við ummælum Páls.
Í samtalinu segir Sigríður ennfrekar að mannlegar þarfir séu oft vanmetnar í samanburði við kostnað og hvetur til þess að praktísera nútímaleg og þverfagleg vinnubrögð við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði sem byggja á rannsóknum og greiningu viðfangsefnis og bestu þekkingu á úrlausnum þess.