Opið kall / Leirnámskeið: “Out of Clay and Wood”. Náttúruleg efni í arkitektúr framtíðarinnar
Langar þig að kanna möguleikana sem leir býður upp á fyrir hönnun og arkitektúr ?
Í lok janúar verður haldið 5 daga leirnámskeið í Póllandi þar sem unnið verður með bæði íslenskan og pólskan leir, þátttakendur verða leiddir í gegnum ferlið allt frá undirbúningi leirsins til hönnunar á eigin verki.
Með stuðningi frá leiðbeinendum og þeim sérfræðingum sem einnig munu taka þátt, munt þú skapa verk sem eru innblásin af hefðbundnum formum á sama tíma og þú aðlagar þau að nútíma þörfum. Á námskeiðinu munu einnig sérfræðingar í leir, arkitektúr og vöruhönnun halda fyrirlestra.
Viðburðurinn er jafnframt einstakt tækifæri til að hitta og mynda tengsl við nemendur og kennara frá báðum löndum, stuðla að auknu samstarfi og skiptast á hugmyndum, þvert á menningarheima.
Frekari upplýsingar :
- Námskeiðið fer fram dagana 27.-31 janúar 2025
- Nemendur og sérfræðingar í hönnun og arkitektúr geta sótt um. Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í leirmótun.
- Síðasti dagur til að sækja um er 19. desember. Sendu inn umsókn ( að hámarki 10MB) á info@idkielce.pl með “Ceramic Workshop 2025.” í titil línunni.
- Fjöldi nemenda : fjórir frá Íslandi og fjórir frá Póllandi.
- Boðið er upp á efnivið, uppihald og gistingu og stuðning við ferðakostnað.
Námskeiðið er samstarfsverkefni og fjármagnað með styrkjum frá Noregi og evrópska efnahagssvæðinu.
Skipuleggjandi er : ID Kielce, National Institute of Architecture and Urban Planning (NIAiU).
Samstarfsaðili : Listaháskóli Íslands.