FRESTAÐ: Opinn samráðsfundur um endurskoðun siðareglna AÍ

Af óviðráðanlegum ástæðum þurfum við að fresta samráðsfundinum sem átti að fara fram í hádeginu í fimmtudaginn 6. febrúar. Ný tímasetning verður auglýst bráðlega.
Félagsfólk er vinsamlegast beðið um að kynna sér núgildandi siðareglur félagsins fyrir fundinn.
Dagskrá fundar:
- Siðareglur fagfélaga - stutt kynning frá Páli Rafnari Þorsteinssyni frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands
- Niðurstöður könnunar á afstöðu félagsfólks til siðareglna kynntar.
- Opnar umræður
Dagsetning samráðsfundar: Fimmtudaginn 6. febrúar 2025
Tími: 12:00-13:00
Staðsetning: Teams
Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 6. febrúar.