,,Ótrúlega gefandi starf með frábæru fólki"
Vilt þú taka þátt í að móta dagskrá Arkitektafélagins? Arkitektafélag Íslands leitar að öflugum einstaklingum til taka þátt í starfi dagskrárnefndar fyrir árið 2024. Dagskrárnefnd vinnur náið með framkvæmdastjóra félagsins og skipuleggur m.a. þriðjudagsfyrirlestra félagsins sem haldnir eru einu sinni í mánuði ásamt öðrum uppákomum og viðburðum.
Hér eru umsagnir aðila sem hafa setið í dagskránefnd fyrir AÍ:
,,Ótrúlega gefandi starf með frábæru fólki"
,,Það er gagnlegt að vera í nefndinni til að víkka út sjóndeildarhringinn og taka faglegu umræðu um arkitekúr. Að vera í dagskrárnefnd er líka tækifæri til að móta og skipuleggja frumlega viðburði, tengdum arkitektúr, þrælskemmtilegt!"
Framundan er HönnunarMars og þrælskemmtilegir viðburðir á vegum félagsins.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í dagskrárnefnd sendu þá línu á Gerði Jónsdóttur, gerdur@ai.is