Samkeppni um nýjan samþættan leik - og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð, nýja göngu– og hjólabrú
Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa framkvæmdasamkeppni á nýjum samþættum leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt nýrri göngu- og hjólabrú á Fleyvangi.
Skilafrestur tillagna á 1. þrepi er 8. júní kl. 13:00. Rétt til þátttöku hafa þeir sem hafa leyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Dómnefnd skipa eftirtaldir:
Tilnefnd af verkkaupa:
- Ósk Soffía Valtýsdóttir, deildarstjóri nýbygginga, Skrifstofa framkvæmda og viðhalds, Reykjavíkurborg, formaður dómnefndar
- Ásdís Olga Sigurðardóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu leikskólamála, Skóla – og frístundasvið, Reykjavíkurborg
- Helgi Grímsson, sviðsstjóri, Skóla- og frístundasvið, Reykjavíkurborg
- Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Skipulagsfulltrúa, Reykjavíkurborg
Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:
- Steve Christer, arkitekt FAÍ, Studio Granda
- Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ, Kurt og PÍ
Tilnefnd af Félagi íslenskra landslagsarkitekta:
- Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landlínur
Ritari dómnefndar er:
- Anna María Benediktsdóttir, verkefnastjóri, Skrifstofa framkvæmda og viðhalds, Reykjavíkurborg
Ráðgjafar dómnefndar eru:
- Þórdís Eik Friðþjófsdóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu grunnskólamála, Skólaog frístundasvið, Reykjavíkurborg
- Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, ráðgjafaverkfræðingur
- Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Kringlumýri 6
- Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla
- Höskuldur R. Guðjónsson, samgönguverkfræðingur (PhD), Reykjavíkurborg
- Kristinn Jón Eysteinsson, byggingatæknifræðingur, skipulagsfræðingur, Reykjavíkurborg
- Marta María Jónsdóttir, verkefnastjóri Skrifstofa framkvæmda og viðhalds, Reykjavíkurborg
- Ragna Kristín Gunnardóttir, leikskólastjóri Ævintýraborg, Vogabyggð
- Rebekka Guðmundsdóttir, verkefnastjóri borgarhönnunar, Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg