Samkeppni um byggingu stúdentagarða - Myndir í betri upplausn

Myndir af Klettaborg og Borgarbraut eru nú komnar inn á vefinn okkar í betri upplausn (34,2MB). Skil í samkeppnina eru fimmtudaginn 25. janúar 2024.
Frekari upplýsingar um samkeppnina:
Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA) í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til framkvæmdasamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum. Samkeppnissvæðið er innan háskólasvæðis Háskólans á Akureyri (HA), nánar tiltekið á austurjaðri þess og meðfram Dalsbraut. Samkeppnissvæðinu er skipt upp í tvær lóðir. Uppbygging stúdentagarðanna er fyrirhuguð í tveimur áföngum, fyrri áfanginn yrði uppbygging á nyrðri lóðinni og seinni áfanginn yrði á syðri lóðinni. Áætlaður framkvæmdatími fyrri áfanga er vorið 2025, tilbúið til notkunar haustið 2026.
Meginmarkmið samkeppninnar er að fá tillögu sem gerir FÉSTA kleift að byggja bjartar og aðlaðandi íbúðir í góðu samræmi við húsnæðisþarfir nemenda HA. Áhersla er á vistvænt skipulag, vistvottaðar byggingar og blágrænar ofanvatnslausnir. Byggingar skulu falla vel að landslagi og endurspegla góða byggingarlist. Horft er til að formun á innra og ytra rými sé sannfærandi og hvetji til samveru og auki á félagsfærni og vellíðan íbúa. Miða skal við að allur frágangur bygginga og lóða sé vandaður og endingargóður. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi í samræmi við stefnu FÉSTA um uppbyggingu stúdentagarða.
Megináherslur dómnefndar
- Að tillagan sé heildstæð og byggi á vandaðri og góðri byggingarlist.
- Að gæði, notagildi og fyrirkomulag endurspegli framsækna hönnun.
- Að ásýnd bygginganna og lóða falli vel að nánasta umhverfi.
- Að aðgengis- og öryggismál séu vel leyst.
- Að hönnun hvetji til félagslegrar virkni íbúa.
- Að horft sé til umhverfisáhrifa bygginganna og vistvænnar hönnunar.
- Að byggingarefni og lausnir uppfylli kröfur um hagkvæmni og góða endingu.
Verðlaunafé
- 1. verðlaun eru kr. 5.000.000.-
- 2. verðlaun eru kr. 3.000.000.-.
- 3. verðlaun eru kr. 2.000.000.-
Dómnefnd
Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands
Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt EPF-FAÍ
Ingunn Lillendahl, arkitekt FAÍ
Tilnefndir af verkkaupa
Ágúst hafsteinss, arkitekt FAÍ
Hólmar Erlu Svansson, stjórnarmaður FÉSTA
Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA
Trúnaðarmaður
Gerður Jónsdóttir, frkv.stj. AÍ, trunadarmadur@ai.is
Lykil dagsetningar
- 16. október 2023 - Keppnislýsing gefin út.
- 26. október 2023 - Skoðunarferð og kynning á verkefninu. (Heimsókn verður einnig í boði á Teams og tekin upp á síma og ekki í fullkomnum gæðum).
- 9. nóvember 2023 - Fyrirspurnatíma lýkur.
- 13. nóvember 2023 - Fyrirspurnum svarað.
- 25. janúar 2024 - Keppendur skila inn tillögum.
- 22. febrúar 2024 - Niðurstaða dómnefndar liggur fyrir.
Ljósmyndir af svæðinu












